ÞÓRDÍS KOLBRÚN REYKFJÖRÐ GYLFADÓTTIR

Sækist eftir 2. sæti í Norðvesturkjördæmi

Velkomin á síðuna mína. Ég heiti Þórdís Kolbrún og er 28 ára Skagamaður, ættuð af Vestfjörðum. Ég sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fer fram laugardaginn 3. september nk.

Ástæða þess að ég býð mig fram er einföld: Ég hef áhuga á stjórnmálum, þau eru skemmtileg, krefjandi og gefandi. Ég trúi því að með einföldum og sanngjörnum leikreglum megi hvetja fólk áfram til góðra verka og verðmætasköpunar, öllum til heilla.

Ég er lögfræðingur og starfaði sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar 2013 þangað til ég hóf störf sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra í lok árs 2015. Ég hef jafnframt kennt stjórnskipunarrétt sem stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2013.

Ég hef öðlast mikla reynslu í störfum mínum fyrir þingflokkinn á Alþingi og í innanríkisráðuneytinu sem fer með stóra og mikilvæga málaflokka eins og samgöngur, fjarskipti, löggæslu, mannréttindi og sveitarstjórnarmál.

Mig langar að hafa áhrif á þær leikreglur sem við setjum okkur og hef trú á því að Ísland geti verið enn betri staður til að búa á – fyrir alla. Ég hef trú á því að ég geti gert gagn og býð þess vegna fram krafta mína. Ég vonast eftir að fá umboð til þess í 2. sæti.

Fréttir

MYNDIR

Stuðningsmenn

Hafðu samband