Author: admin

  • Árangur íslenskrar ferðaþjónustu

    Fyrir nokkrum dögum bárust þær fréttir að Ísland og Reykjavík hefðu raðað sér í efstu sæti í árlegri gæðamælingu TripAdvisor, sem er ein vinsælasta ferðasíða heims. Þetta eru töluverð tíðindi og bera íslenskri ferðaþjónustu gott vitni. Mælingin segir til um hversu hátt hlutfall fyrirtækja í þremur þjónustugeirum á viðkomandi markaðssvæði (landi eða borg) hefur hlotið…

  • Staðreyndir um veiðigjald

    Núgildandi aðferð við álagningu veiðigjalds er að mörgu leyti gölluð. Álagning gjaldsins er í engum takti við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja þegar gjöldin eru lögð á, enda byggð á tveggja til þriggja ára gömlum upplýsingum. Þá hafa komið fram réttmætar ábendingar um að álagningin sé að hluta byggð á óáreiðanlegum gögnum. Afleiðingarnar birtast í flókinni og ófyrirsjáanlegri…

  • Álögur lækki í Reykjavík

    Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir þessar borgarstjórnarkosningar kynnt skynsamlega og metnaðarfulla stefnu í mörgum málum sem auka mun lífsgæði borgaranna og bæta daglegt líf, til að mynda í dagvistunar- og leikskólamálum. Fleiri valkostir, fjölbreyttari þjónusta. Ekki er vanþörf á því að nýleg þjónustukönnun í stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að hvergi eru íbúarnir óánægðari með þjónustu leikskóla og…

  • Fyrir okkur öll

    Frambjóðendur á listum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru næstum fimm hundruð talsins. Þessi fjölmenna og öfluga sveit vinnur nú stefnumálum sínum fylgis um allt land á lokasprettinum fyrir kjördag. Ég hef verið svo heppin að hafa haft tækifæri til að heimsækja frambjóðendur og stuðningsmenn flokksins í mörgum sveitarfélögum á undanförnum vikum. Hvarvetna ríkir metnaður til…

  • Þolmörk, tækni og tækifæri í ferðaþjónustu

    Ágætu ljósi var varpað á áskoranir og tækifæri ferðaþjónustunnar á fróðlegum fundi Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans í vikunni, þar sem sjónum var einkum beint að tækniþróun og upplýsingabyltingunni. Allmörg íslensk fyrirtæki hafa þróað tæknilausnir sem gefa möguleika á að auka bæði skilvirkni og gæði á ýmsum sviðum. Kynning frá Origo á sérhönnuðu upplýsinga- og leiðsögukerfi…

  • Alþjóðlegt sjónarhorn á orkumál

    Í vikunni fékk ég tækifæri til að ræða um orkumál á Íslandi við nemendur í Kennedy School of Government við Harvard-háskóla. Tilefnið var að þeir hafa fengið það verkefni í námskeiði um opinbera stefnumótun að leggja grunn að orkustefnu fyrir Ísland. Frumkvæði að því átti Halla Hrund Logadóttir, sem er einn af stofnendum „Arctic Initiative“…

  • Sýnt á spilin: sterkara samfélag

    Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 var kynnt í vikunni. Hún endurspeglar sterka stöðu. Staða ríkissjóðs hefur ekki verið traustari um árabil, landsframleiðsla hefur aldrei verið meiri og markmið um lækkun skulda eru á undan áætlun. Allt þetta skapar sterkan grundvöll undir kröftuga sókn. Og sóknin birtist skýrt og greinilega í fjármálaáætluninni. Hún felur í sér…

  • Opinberun á fyrsta degi

    Landsfundur Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var sannkölluð hátíð. Vel á annað þúsund landsfundarfulltrúa af öllu landinu komu þar saman til að skerpa á stefnunni með kröftugu málefnastarfi, styrkja vinaböndin og mynda ný. Samstaða og gleði einkenndi fundinn alla þrjá dagana sem hann stóð. Formaður flokksins og ritari fengu endurnýjað umboð með glæsilegri kosningu. Sjálf er…

  • Fyrirsláttur

    Ný ríkisstjórn tók til starfa undir merkjum þess að styrkja Alþingi, auka samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu, slá nýjan tón og efla traust á stjórnmálunum. Þetta eru ekki eingöngu orð á blaði heldur einlægur ásetningur. Ég hef heyrt ýmsa úr stjórnarandstöðunni taka undir mikilvægi þessa, að vísu miseindregið. En þegar á reynir má sjá hversu mikil…

  • Erindi okkar

    Sjálfstæðisflokkurinn verður níutíu ára á næsta ári. Allan þann tíma hefur grundvallarstefnan um einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi í allra þágu ekki glatað grammi af gildi sínu. Leiðarljós hennar er jafn skært og í upphafi. Þetta er ástæða þess að níutíu árum síðar er flokkurinn stærsti flokkur landsins í öllum kjördæmum. Fjöldahreyfingin Skýr hugsjón hristir að lokum…