Author: admin

  • Tímabært að stíga skrefið til fulls

    Ríkisstjórnin fjallaði í vikunni um stöðu heimsfaraldursins á Íslandi. Þegar fram líða stundir er líklegt að viðbrögðin hér á landi muni teljast hafa verið býsna góð í alþjóðlegum samanburði. Hér tókst að halda smitum í skefjum meðan bólusetningarátakið stóð í upphafi árs og heildarfjöldi andláta vegna sjúkdómsins er minni hér en annars staðar í Evrópu.…

  • Breytt erfðaefni í ríkisrekstri

    Niðurstöður alþingiskosninganna um liðna helgi voru nokkuð afgerandi. Ríkisstjórnarflokkarnir bættu samtals við sig frá síðustu kosningum, bæði fylgi og þingsætum, sem er vel af sér vikið eftir fjögurra ára stjórnarsetu. Þrjátíu og sjö þingsæti eru sterkur og afgerandi meirihluti. Eðlilega er áframhaldandi samtarf fyrsti valkostur flokkanna þriggja, þótt ekkert sé fyrirfram gefið í þeim efnum.…

  • Þetta kaustu

    Ríkisstjórnin hóf kjörtímabilið með þrjá fjórðu hluta þjóðarinnar á bak við sig samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Í dag nýtur hún meiri stuðnings í sömu könnun en nokkur önnur ríkisstjórn hefur gert á þessari öld við lok síns kjörtímabils. Það er að mínu mati verðskuldað. Því verkin tala. Kjörtímabil stórstígra framfara Næstum þremur fjórðu af tæplega tvö…

  • Eitt stærsta hagsmunamál Íslands

    Loftslagsváin hefur sent heiminn á hraðferð inn í græna orkubyltingu og Ísland hefur einstakt tækifæri til að taka þar afgerandi forystu. Það er sjálfbært og loftslagsvænt efnahagstækifæri – risastórt tækifæri – sem við eigum að sækja stíft. Markmið Íslands Við höfum sett okkur mörg markmið í loftslagsmálum en það sem er kannski skýrast og hreinlegast…

  • Græn orkubylting í landi tækifæranna

    Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja…

  • Breytt staða – breytt nálgun

    Þegar þetta er skrifað eru rúmlega 2.500 einstaklingar í sóttkví hér á landi. Mun fleiri eru sennilega í óskráðri sóttkví samkvæmt fyrirmælum sem berast með óformlegri hætti eða af sjálfskipaðri varúð. Þetta felur í sér mikla röskun á daglegu lífi alls þessa fólks og allra sem á það treysta, bæði í einkalífi og vinnu. Við…

  • Líf með afbrigðum

    ,,Afbrigði“ er eitt af orðum sumarsins. Ný afbrigði af kórónuveirunni skjóta upp kollinum og vekja jafnan ugg um að þau séu ýmist meira smitandi eða hættulegri en fyrri útgáfur, nema hvort tveggja sé. Þetta þurfum við að taka alvarlega. Sérfræðingar telja alls óvíst að heimsbyggðin losni nokkurn tímann við veiruna, meðal annars vegna þess að…

  • Gerum þetta saman

    Ekki er hægt annað en að hefja pistil þennan sunnudaginn á því að óska okkur öllum til hamingju með að hafa nú endurheimt eðlilegt frelsi okkar til athafna, nú þegar felldar hafa verið úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. Orð sem við höfum notað svo óþægilega mikið síðastliðna…

  • Tækifærin eru okkar

    Starfi stjórnmálamannsins þurfa að fylgja tilfinningar um ábyrgð, auðmýkt, þakklæti, bjartsýni og óbilandi metnað fyrir hönd síns fólks og heildarhagsmuna Íslands. Allar þessar tilfinningar fylgja mér á hverjum degi í störfum mínum en sjaldan eins sterkt og núna, þegar ég óska eftir umboði Sjálfstæðisfólks í Norðvesturkjördæmi til að leiða sterkan hóp frambjóðenda flokksins okkar í…

  • Ábyrg sigling út úr kófinu

    Þegar Covid-aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar saman kemur í ljós að þær nema alls um 210 milljörðum króna, samanlagt fyrir árin 2020 og 2021. Kröftugur stuðningur hefur dregið úr efnahagshögginu af faraldrinum bæði á fólk og fyrirtæki og hjálpar okkur nú að ná betri viðspyrnu heldur en ella hefði orðið. Ánægja með efnahagsaðgerðir Í könnun Gallup…