Author: admin
-
Línur skýrast
Í vikunni mælti ég á Alþingi fyrir þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Er það í fyrsta sinn sem mælt er fyrir slíkri stefnu, en ákvæði um hana var sett í raforkulög árið 2015. Rauði þráðurinn í tillögunni er að styrkja þurfi flutningskerfið til að ná nánar tilgreindum markmiðum, meðal annars um orkuskipti,…
-
Krafan um aukin útgjöld
Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að draga úr skattheimtu og hemja vöxtinn í útgjöldum ríkisins. Það er hins vegar ekki laust við að ég finni fyrir því úr mörgum áttum að ætlast sé til þess af mér sem ráðherra, að ég freisti þess að auka útgjöld til málaflokka sem undir mig heyra sem allra mest. Mörgum…
-
Um harðfylgi, ólík sjónarhorn og blinda bletti
Þekkt teikning sýnir tvo menn horfa á tölu sem skrifuð hefur verið á jörðina á milli þeirra. Annar heldur því hástöfum fram að talan sé 6. Hinn gargar æfur að talan sé 9. Ef þeir aðeins „kúpluðu sig niður“ og sýndu dálitla yfirvegun myndu þeir komast að raun um að báðir hafa nokkuð til síns…
-
Trúin á framtíðina
Í árslok er við hæfi að velta fyrir sér framtíðinni, nánar tiltekið: Hvaða augum lítum við framtíðina og skiptir það máli? Sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari segir í bók sinni „Sapiens“ að trúin á framtíðina sé mikilvægasti drifkraftur efnahagslífsins. Þetta kann að virðast langsótt en Harari færir fyrir þessu áhugaverð rök. Hann bendir á að öldum…
-
Að þekkja sjálfan sig
Moskva, Volgograd og Rostov-on-Don. Á þessum þremur borgum verða augu allra Íslendinga eftir nokkra mánuði, þegar karlalandsliðið í fótbolta tekur þátt í HM í Rússlandi. Þátttakan á HM verður líklega mesta landkynning sem Ísland hefur fengið frá upphafi. Næstum helmingur mannkyns mun fylgjast með keppninni, en aðeins 32 lönd eiga þar lið. Íslandsstofa vinnur nú…
-
Metnaðarfullur sáttmáli um nýsköpun, sókn og framfarir
Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar, sem kynntur var á fimmtudag, hefur mælst vel fyrir. Í honum eru sett fram sérstaklega metnaðarfull markmið í velferðar-, mannréttinda- og loftslagsmálum og einnig boðuð kröftug sókn í uppbyggingu innviða um allt land og stórefling heilbrigðis- og menntakerfa. Í sáttmálanum er að finna um það bil 100 aðgerðir og áherslur. Að sjálfsögðu…
-
Sigrar og ósigrar
Það var við hæfi að á meðan nýafstaðin kosningabarátta stóð sem hæst skyldi lagið „B.O.B.A. vera vinsælasta lagið á Íslandi. Í aðdraganda kosninganna féll nefnilega hver b.o.b.an á fætur annarri. Augljóst var að kosningabaráttunni var ætla að snúast um b.o.b.ur, mögulega af því að málefnastaðan var ekki nægilega sterk. Rykið settist. Kjósendur sáu flestir að…
-
Höldum áfram að lækka skatta
Á árunum 2009 til 2013 voru innleiddar á Íslandi eitt hundrað og níu skattahækkanir, samkvæmt úttekt Viðskiptaráðs. Á sama tímabili voru aðeins gerðar átján skattalækkanir. Þetta er nánast hrollvekjandi staðreynd. Strax á fyrsta heila ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn eftir kjörtímabil látlausra skattahækkana af hálfu vinstrimanna voru aftur á móti gerðar tuttugu breytingar á skattkerfinu til…
-
Fát á kostnað fólksins
Stjórnmálamenn vinna fyrir og í umboði þjóðarinnar. Stjórnarslit og afleiðingar þeirra verður að skoða í því ljósi. Þótt stjórnarslit séu áfall fyrir okkur sem störfum á vettvangi stjórnmálanna er tjónið vegna þeirra borið af fólki og fyrirtækjum í landinu. Í reynd hefur óstöðugt stjórnarfar ríkt í landinu með hléum frá fjármálaáfallinu 2008. Óstöðugt stjórnarfar elur…
-
Eldi og vernd
Stóru fréttirnar í nýlegu áhættumati Hafrannsóknastofnunar um laxeldi eru þær, að unnt er að auka eldi á Vestfjörðum án þess að stofna villtum laxastofnum í öðrum landshlutum í hættu. Áætluð innblöndun er nánar tiltekið vel undir öryggismörkum. Það hefur verið grunnforsenda í umræðu um laxeldi að spilla ekki villtum nytjastofnum, burtséð frá samanburði á verðmætum…