Author: admin

  • Orka – lykillinn að árangri í loftslagsmálum

    Fyrir nokkrum dögum skoruðu náttúruverndarsamtök á stjórnvöld að standa sig betur í því að ná loftslagsmarkmiðum. Í yfirlýsingu þeirra var þó ekki vikið neitt að því sem skiptir einna mestu máli í því sambandi. Nýir orkugjafar kalla á orkuframleiðslu Til að ná raunverulegum árangri í að minnka losun og breyta hlutum þarf endurnýjanlega raforku og…

  • Ljósið við enda ganganna

    Straumhvörf hafa orðið á Íslandi í baráttunni gegn Covid. Þegar þetta er skrifað hafa um 38% þeirra sem til stendur að bólusetja fengið að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni, eða um 109 þúsund manns. Í fréttum og á samfélagsmiðlum deilir fólk með okkur almennt jákvæðri upplifun sinni og raunar hrifningu af framkvæmd bólusetninga, að…

  • Sóknarhugur

    Með auknum bólusetningum glittir í ljósið við enda kóvid-ganganna þó að enn séu blikur á lofti og fréttir um nýjar og óvæntar áskoranir veirunnar séu næstum hættar að koma á óvart. Eins og ég nefndi í síðustu grein minni á þessum vettvangi veltur velferð okkar á næstu misserum og árum á því að ekki sé…

  • Vegið að velferð

    Nú er útlit fyrir að halli ríkissjóðs á síðasta ári hafi verið 200 milljarðar eða 6,6% af vergri landsframleiðslu. Á þessu ári er útlit fyrir miklu meiri halla eða 10,2%. Það er mun verri afkoma en 2009, fyrsta árið eftir bankahrunið, og þótti þó flestum nóg um. Þessi alvarlega staða ógnar velferð landsmanna. En hún…

  • Land tækifæranna – um allt land

    Ef ég ætti að lýsa minni pólitísku sýn í fjórum orðum væru þau þessi: „Ísland verði land tækifæranna.“ Lykilatriði í þeirri sýn er að hún takmarkast ekki við höfuðborgarsvæðið heldur nær til landsins alls. Vanmetið framlag landsbyggðarinnar Flest skiljum við gildi þess að blómleg byggð sé um allt landið. Það eykur lífsgæði allra Íslendinga, hvar…

  • Einföldunarbyltingin

    Hlaupum hraðar var yfirskrift Iðnþings í vikunni. Það var sérstaklega viðeigandi, nú þegar aukin verðmætasköpun er meira aðkallandi en á flestum tímum. Í ræðu minni á þinginu lagði ég sérstaka áherslu á mikilvægi nýsköpunar og þá hugarfarsbyltingu sem hefði orðið gagnvart nýsköpun í íslensku samfélagi á undanförnum árum. Þau tímamót hafa orðið að nýsköpun er…

  • Tækifæri Íslands

    Eitt stærsta ímyndartækifæri Íslands á næstu árum er að taka afgerandi forystu í loftslagsmálum með orkuskiptum og verða þannig óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Það snýst þó ekki bara um ímynd heldur felur í sér ómældan ávinning fyrir umhverfið og getur skapað mikil efnahagsleg verðmæti, auk þess sem það varðar þjóðaröryggi að við séum ekki háð…

  • Oft var þörf

    Staða ríkissjóðs gerir að verkum að það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hugsa verkefni ríkisins upp á nýtt. Rekstur ríkisins er ósjálfbær. Við vorum heppin að staðan var sterk fyrir Covid, þökk sé öflugri og ábyrgri forystu Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð sem ekki var alltaf mikill stuðningur við á þingi. Þess vegna getum við núna…

  • Einstök tækifæri í orkumálum

    Grænar orkulindir eru ein dýrmætasta náttúruauðlind okkar Íslendinga. Þær hafa fært okkur ómældan ávinning, sparað okkur stjarnfræðileg eldsneytiskaup til húshitunar, skapað dýrmæt störf og útflutningstekjur, hlíft andrúmslofti jarðar við gróðurhúsalofttegundum, skapað forsendur fyrir þróun hugvits og þekkingar á heimsmælikvarða og sett Ísland í fremstu röð þjóða heims hvað varðar sjálfbæra orkunotkun. Forysta okkar er ekki…

  • Söguleg innrás

    Ronald Reagan sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna fyrir sléttum 40 árum, hinn 20. janúar 1981. Í innsetningarræðu sinni nefndi Reagan að Bandaríkjamönnum þætti sjálfsagt að á nokkurra ára fresti færu fram friðsamleg valdaskipti í landinu. Hann benti á að fáir veltu fyrir sér hve einstakt þetta væri, en að frá sjónarhóli margra annarra þjóða væri…