Author: admin
-
Hausatalningar og aðalatriði
Höfundur vinsælustu YouTube-rásar veraldar, sem tímaritið Time útnefndi í fyrra einn af 100 áhrifamestu einstaklingum heims, birti fyrr í vikunni 18 mínútna langt myndband af nýlegri heimsókn sinni til Íslands. Daginn eftir höfðu yfir þrjár milljónir manna horft á myndbandið, þar sem farið er fögrum orðum um landið og það sem hér er í boði.…
-
Álagsstýring og almannaréttur
Allir kannast við að talað sé í hálfkæringi um Ísland sem „skerið“. Jafnvel „klakann“. Með því er gefið í skyn, oftast meira í gamni en alvöru, að við höfum dregið stutta stráið í happdrætti heimshlutanna. Það er auðvitað öðru nær. Náttúruauðlindir Íslands eru ekkert minna en stórkostlegur lottóvinningur fyrir fámenna þjóð. Skynsamleg nýting þeirra hefur…
-
Næstu grænu skref
Undur veraldar í klassískri fornöld voru mannvirki, öll sjö með tölu. Aðeins eitt þeirra, píramídi Keops í Giza, stendur enn. Ætli við Íslendingar skiljum eitthvað sambærilegt eftir okkur sem mun endast í þúsund ár og lengur? Já, ég tel að svo sé. Framlag okkar verður náttúran. Við munum leggja það af mörkum að standa vörð…
-
Að finna fjölina sína
Skjótvirk leið til að öðlast auðmýkt er að hugleiða hvernig manni gengi að lifa af á eyðieyju. Gæti maður séð fyrir einföldustu grunnþörfum, útbúið viðunandi skjól og verkfæri til veiða og matargerðar? Hætt er við að mörgum nútímamanninum reyndist þetta erfitt. Vafalaust yrðu tilraunar margra okkar meira í ætt við Clouseau en Crusoe. Af sama…
-
Rannsóknir í ferðaþjónustu
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, spyr í grein hér í blaðinu hvort flækjustigið í ferðamálum sé ekki nóg. Tilefnið eru orð mín um að efla þurfi rannsóknir í ferðamálum og koma upp eins konar „lítilli Hafró“. Sigurður telur að slík stofnun væri óþörf og myndi auka á flækjustigið. Ég hef ekki séð þetta verkefni fyrir mér sem…
-
Um leiðarljós og leikreglur
Mig langar að byrja fyrstu grein mína á þessum vettvangi á að þakka fyrir að fá tækifæri til að segja fáein orð við ágæta lesendur Morgunblaðsins með reglulegu bili. Markmið mitt er að skrifin verði hæfileg blanda af almennum hugleiðingum um stjórnmál annars vegar og umfjöllun um viðfangsefni dagsins hins vegar. Reynslan verður að leiða…
-
Frjálslyndi, val og ábyrgð
Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá…