Author: admin

  • Samkeppnishæfni Íslands snýst um bætt lífskjör

    Stöðug viðleitni mannsins til að bæta hag sinn er kraftur sem líkja má við vatnsafl. Rétt eins og með vatnsaflið þarf að virkja þennan kraft skynsamlega. Annars dregur þyngdaraflið hann einfaldlega eftir þeirri leið sem býður upp á minnsta mótstöðu og þá er hætt við því að kraftarnir annaðhvort nýtist ekki til fulls eða valdi…

  • Varnarbaráttan og sóknarfærin

    Nálgun stjórnvalda á efnahagsleg viðbrögð við Covid-faraldrinum hafa meðal annars einkennst af þremur leiðarljósum: Að bregðast hratt við, að hafa viðbrögðin eins umfangsmikil og réttlætanlegt er hverju sinni og að hafa þau til sífelldrar endurskoðunar í samræmi við hvernig hinn ófyrirsjáanlegi faraldur þróast. Í mars vonuðumst við öll eftir því að faraldurinn yrði orðinn viðráðanlegur…

  • Vægi ferðaþjónustu

    Ferðaþjónustan gegndi lykilhlutverki við að reisa efnahagslíf okkar við fyrir tæpum áratug og skapa í kjölfarið eitt lengsta hagvaxtarskeið lýðveldissögunnar. Fjöldi ferðamanna fjórfaldaðist á örfáum árum sem styrkti gjaldmiðil okkar, jók kaupmátt, fjölgaði störfum og bætti lífskjör. Vöxtur útflutnings og kaupmáttar skilaði sér í aukinni neyslu og fjárfestingu. Hagvöxtur var meiri hér á þessu tímabili…

  • Hjól verðmætasköpunar

    Í ávarpi mínu á Iðnþingi í vikunni nefndi ég að heimsfaraldurinn hefur sett verðmætasköpun rækilega á dagskrá. Það er engin örugg formúla til um hárrétt viðbrögð til að lágmarka skaðann af faraldrinum, en leiðin til að bæta skaðann og rísa aftur upp er vel þekkt: verðmætasköpun og nýsköpun. Að finna upp hjólið Öll þekkjum við…

  • Um styrkleika

    Glíman við heimsfaraldur á borð við Covid-19 reynir mjög á öll samfélög. Áskorun af þessu tagi getur afhjúpað bæði styrkleika og veikleika í samfélagsgerð, þjóðarsál og stjórnmálum. Víða hefur réttilega verið höfðað til samstöðu um að fylgja vísindalegum ráðleggingum. Þó að nauðsynlegt sé að styðjast við bestu mögulegu þekkingu og ráðgjöf býður viðfangsefnið þó ekki…

  • Alvarleg staða

    Hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum sem tóku gildi í vikunni voru vonbrigði fyrir alla. Fjölgun Covid-smita, bæði innanlands, á landamærunum og í löndunum í kringum okkur, þótti hins vegar gefa tilefni til að grípa hratt til afgerandi varna. Vandasamt og jafnvel ómögulegt er að kveða upp stóra dóma um réttar eða rangar ákvarðanir í þessu ferli…

  • Þetta veltur á okkur

    Um miðjan mars, skömmu eftir að Covid-19 varð sá heimsfaraldur sem óttast hafði verið, birti Imperial College í London fræga skýrslu um möguleg viðbrögð við þessari miklu vá. Eitt línurit í skýrslunni vakti sérstaka athygli. Það sýndi sveigjanlega nálgun þar sem skipst yrði á að herða og slaka á reglum um samkomubann eftir því sem…

  • Staða Rio Tinto og ISAL

    Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti Landsvirkjun ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við Landsvirkjun. Með því er gefið í skyn að álveri fyrirtækisins, ISAL,…

  • Engin „orkuskipti“ í gangverki tekjuöflunar

    Allir sem fylgjast með gangi mála erlendis vita að við höfum fram til þessa farið í gegnum Covid-faraldurinn með minna raski á daglegu lífi en velflestar þjóðir í kringum okkur. Stærstan heiður af þeim árangri eiga landsmenn allir, fyrir að hafa tekið ráðgjöf sérfræðinga alvarlega, en stærstu þakkirnar fara til framlínufólks á öllum sviðum. Nú…

  • Opna samfélagið og óvinurinn

    Það var með stolti sem ég kynnti í vikunni árangur Íslands í baráttunni gegn Covid-19 fyrir á annað hundrað hagaðilum í ferðaþjónustu víðsvegar um heiminn, á fundi Alþjóðaráðs ferðaþjónustunnar, WTTC. Það sem ég var stoltust af að geta sagt frá var sú staðreynd að á Íslandi hefði okkur tekist að kveða niður bylgjuna, a.m.k. að…