Author: admin
-
Gagnleg umræða um orkumál
Umræðan um þriðja orkupakkann hefur á margan hátt verið gagnleg. Hún hefur reynt á viðbrögð okkar stjórnmálamanna við gagnrýni og efasemdum, meðal annars úr eigin herbúðum. Hún hefur sett orkumál í miðju þjóðfélagsumræðunnar, sem er æskilegt og gagnlegt nú þegar unnið er að nýrri orkustefnu fyrir Ísland. Hún hefur beint kastljósinu að eignarhaldi orkuauðlinda, sem…
-
Eiga neytendur að borga fyrir svindlarana?
Kennslubækur í siðfræði innihalda þann einfalda sannleik að til þess að viðskipti gangi upp verður að ríkja traust milli aðila á því að hlutirnir séu líkt og lofað er. Einstakir aðilar geta vissulega hagnast á því að hafa óhreint mjöl í pokahorninu en hlutirnir lenda strax í handaskolum ef allt mjöl er óhreint, steypan ótraust…
-
Staðreyndir um raforkuverð
Í opinberri umræðu er æskilegt að greina á milli staðreynda og skoðana. Það er bæði heilbrigt og eðlilegt að menn séu ósammála og deili um mál með sannfæringu – og staðreyndir að vopni. Fullyrðingar um að raforkuverð hafi hækkað á Íslandi vegna upptöku fyrsta og annars orkupakka ESB, og muni hækka enn frekar við upptöku…
-
Ferðaþjónusta verður áfram undirstöðuatvinnugrein
Gjaldþrot WOW air er áfall sem sviptir fjölda fólks lífsviðurværi og hagkerfið í heild sinni dýrmætum tekjum. Það er mikil eftirsjá að þessu fyrirtæki sem stuðlaði með margvíslegum hætti að bættum lífskjörum og auknum lífsgæðum á Íslandi. Ferðaþjónustan mun til skemmri tíma verða fyrir töluverðu höggi. Að óbreyttu er talið að brotthvarf WOW air valdi…
-
Leiðarljós til lausnar á vandasömu verkefni
Ég vil leggja áherslu á að það er ekki á minni stefnuskrá að við tökum allt í einu upp á því að hundsa með öllu niðurstöður Mannréttindadómstólsins, eins og mér finnst sumir daðra við að við ættum að gera. Það væri óheillaskref og slíkt tal er óráðlegt. Fullvalda þjóð heldur þó að sjálfsögðu fram sínum…
-
Veröld sem verður
Þegar við horfum til baka yfir síðustu aldir í sögu okkar sjáum við fyrir okkur bændur, sjómenn og skáld. Þetta er kjarninn í sjálfsmynd Íslendinga fyrri alda í huga okkar flestra. Í nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét vinna um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna kemur hins vegar fram að meira en fjórða hvert starf á íslenskum…
-
Ískyggileg staða
Viðkvæm og ískyggileg staða er uppi eftir að það slitnaði upp úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og fjögurra stéttarfélaga sem semja fyrir hönd tuga þúsunda starfsmanna. Mikið er í húfi fyrir alla landsmenn að viðræðurnar verði leiddar farsællega til lykta á raunhæfum forsendum sem fyrst. Væntingar og viðbrögð Kröfugerð félaganna gagnvart atvinnurekendum liggur fyrir að því…
-
Að nálgast álögur af varfærni
Hugmyndafræðileg viðfangsefni stjórnmálanna á undanförnum árum hafa að verulegu leyti snúist um annað en hið hefðbundna þrætuepli á milli vinstri og hægri um skatta. Umhverfismál, jafnréttismál, þjóðerni og innflytjendamál, alþjóðasamstarf og milliríkjaviðskipti; allt eru þetta grundvallar-viðfangsefni sem hafa verið fyrirferðarmikil á sviðinu. Og það með réttu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt gott til málanna um þetta allt.…
-
Nokkrar góðar tekjusögur
Fyrir nokkrum dögum kynnti ríkisstjórnin vefinn Tekjusagan.is, sem er ítarlegasta og aðgengilegasta lífskjaragreining sem gerð hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað. Ýmsu er haldið fram í umræðum um lífskjör tiltekinna hópa. Þá er of oft einblínt á afmarkaða þætti fremur en heildarmyndina. Ráðstöfunartekjur eru fremur flókið samspil skatta, tekna, lífeyrisgreiðslna og…
-
Hagsmunir allra að hvorugur tapi
Ég held bara með fótboltanum.“ Þetta segir yngri bróðir minn stundum þegar hann horfir á fótboltaleik án þess að halda með öðru hvoru liðinu. Honum er þá mest umhugað um að leikurinn sé góður, leikmenn beggja liða sýni góða takta, fái nóg af færum og skori mörk á báða bóga. Hvort hann fagnar tilteknu marki…