Author: admin

  • Hugleiðing á aðventu um gömul gildi og ný

    Á aðventunni er merkilegt að hugsa til þess að Nýja testamentið er miklu eldra en Gamla testamentið var á dögum Jesú. Frá sjónarhóli nútímans er því ekki svo mikill munur á aldri þeirra. Samt finnst okkur umfjöllunarefni Gamla testamentisins á borð við syndaflóð, útvaldar þjóðir, barnafórnir, engisprettuplágur og fleira í þeim dúr vera ansi fjarlægt…

  • Til hamingju Ísland

    Venju samkvæmt er Sunnudagsmogginn einum degi á undan sinni samtíð. Hann birtist því lesendum laugardaginn 1. desember 2018, á 100 ára fullveldisafmæli okkar Íslendinga. Í aðdraganda afmælisins gekk stormur yfir landið okkar. Hviðurnar og lætin úti fyrir voru tilefni til að undrast enn og aftur yfir þrautseigju forfeðra okkar og -mæðra, sem háðu hér harða…

  • Rétt og rangt um orkupakkann

    Fátt er okkur Íslendingum mikilvægara en að standa vörð um sjálfstæði okkar og náttúruauðlindirnar sem við byggjum lífskjör okkar að verulegu leyti á. Það er því eðlilegt að það veki hörð viðbrögð þegar því er haldið fram að ógn steðji að hvoru tveggja í senn, sjálfstæði okkar og auðlindunum. Margmeðhöndlaður pakki Þriðji orkupakkinn hefur verið…

  • Með staðreyndir að vopni

    Í síðasta pistli fjallaði ég um tortryggni í garð sérfræðinga og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar, en benti undir lokin á að þótt sérfræðingum gæti vissulega skjátlast mættum við ekki samþykkja tilburði til að gera það orð beinlínis að skammaryrði, enda yrðum við þá auðveld bráð lýðskrumara. Það var viðeigandi að næsta bók sem varð á vegi…

  • Sérfræðingarnir

    Fræg eru ummæli William F. Buckley yngri, eins af hugmyndafræðingum bandarískra íhaldsmanna, sem sagðist frekar vilja búa í samfélagi sem stjórnað væri af fyrstu tvö þúsund einstaklingunum í símaskránni en tvö þúsund starfsmönnum Harvard-háskóla. Tortryggni í garð „sérfræðinga“ er orðin nokkuð áberandi, bæði hér á landi og erlendis. Ein veigamesta ástæðan er ábyggilega sú skoðun…

  • Að búa til meira úr því sama

    Langt frameftir öldum voru það álitin óhrekjandi sannindi að á Íslandi gætu ekki nema um fimmtíu þúsund manns þrifist með bærilegu móti. Flestir þyrftu reyndar að sætta sig við að tóra naumlega, því nýting landsins væri þá komin á ystu nöf þess mögulega. Reynslan hafði kennt okkur að fleiri væri ómögulegt að fæða og klæða…

  • Farvegur framtaksins

    Lífskjör hafa aldrei verið jafn góð eins og núna. Til dæmis er kaupmáttur launa mun hærri en hann var 2007. Og 2007 er svona hugtak um að þá hafði fólk það gott, en það hefur það enn betra núna. Kaupmáttur launa er sirka 19 prósent hærri en hann var 2007.“ Þannig mælti Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor…

  • Regnbogaland

    Ég ætla að leyfa mér að fullyrða, á grundvelli fyrri reynslu, að þessi orð birtist lesendum Morgunblaðsins í svörtu letri á hvítum bakgrunni. Ég veit ekki nákvæmlega hvers vegna. Kannski á það sér að hluta til einhverjar tæknilegar skýringar. En eitt er víst: þetta er heppilegt fyrir lesendur. Skýrt og þægilegt. Það væri mun erfiðara…

  • Frakkar, Özil, Pia og við

    Til hamingju með heimsmeistaratitilinn, Afríka!“ – Þannig mælti Trevor Noah, stjórnandi bandaríska spjallþáttarins The Daily Show, eftir að Frakkar lyftu bikarnum á HM í Rússlandi. Sem kunnugt er var lið nýbakaðra heimsmeistara að mestu skipað leikmönnum með rætur utan Frakklands. Ekki betur sett án fjölbreytni Ummælin voru vel meint og hittu að ákveðnu leyti í…

  • Rússar elska líka börnin sín

    Kalda stríðið, með sínu viðkvæma ógnarjafnvægi og viðvarandi hættu á útrýmingu mannkyns vegna gagnkvæmrar tortryggni austurs og vesturs, varð þeim ágæta tónlistarmanni Sting (sem móðursystir mín lét mig hlusta á, lítt áhugasaman unglinginn) tilefni til að semja lagið sitt um „Rússana“. Það væri fullmikið að segja lagið stórkostlegt en textinn er áhugaverður. Meginstefið er spurningin…