Category: Uncategorized

  • Ný sýn á þróun ferðaþjónustunnar

    Þetta óvenjulega sumar gefur okkur tækifæri til að upplifa ferðalag um fallega landið okkar eins og við gerðum fyrir mörgum árum, þegar erlendir ferðamenn voru margfalt færri en undanfarin ár. Sú reynsla gæti opnað augu okkar fyrir ýmsum hliðum uppgangs ferðaþjónustunnar og gefið okkur nýja sýn á hann. Jákvæður vöxtur ferðaþjónustunnar Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur að…

  • Hökkum krísuna

    Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Síðustu mánuðir hafa einnig kennt okkur margt, hversu miklu…

  • „Skal sókn í huga hafin“

    Í ræðu minni á Iðnþingi fyrir tveimur árum velti ég upp þeirri spurningu hvort við lifðum mögulega svipaða tíma og Stefan Zweig lýsir svo vel í bók sinni „Veröld sem var“, þar sem hann fjallar um Evrópu um aldamótin 1900 og bjartsýnina sem þá ríkti um frið og óstöðvandi framfarir. Gullöld öryggisins Þetta var „gullöld“…

  • Landið rís þrátt fyrir allt

    Þetta er skrifað 1. maí. Það er nöturlegt að einmitt um þessi mánaðamót skuli þúsundir missa vinnuna og enn fleiri vera í óvissu um atvinnuöryggi sitt. Samhliða því að kveða niður heilbrigðisógnina af Covid-19 er ekkert mikilvægara fyrir okkur stjórnmálamenn en að huga að velferð þeirra sem verða fyrir barðinu á þessum atburðum og skapa…

  • Bjartsýni í ólgusjó

    Við Íslendingar samfögnuðum í vikunni Vigdísi Finnbogadóttur á 90 ára afmæli hennar. Áhrif Vigdísar á samfélag okkar eru ómæld. Kjör hennar til forseta vakti heimsathygli. Blað var brotið. Við embættistökuna var hún „umkringd góðum mönnum í kjólfötum“ eins og hún sagði sjálf síðar. Einstæð móðir á forsetastóli með einstaka hæfileika til að blása samlöndum sínum…

  • Hugsum bæði til skemmri og lengri tíma

    Áhrif covid-faraldursins leggjast nú á samfélag okkar með auknum þunga. Vonandi rætast þær spár sem benda til að hámarkinu verði náð um miðjan þennan mánuð. En jafnvel þótt þær geri það mun faraldurinn reyna mjög á þolgæði okkar frá degi til dags. Um leið þurfum við að hafa augun á framtíðinni, reyna að sjá fyrir…

  • Krefjandi tímar

    Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík. Við upplifum það nú öll að vika er enn lengri tími í skæðum faraldri. Maður lætur segja sér það tvisvar að aðeins séu þrjár vikur frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á ensku er þessu víða fleygt þessa dagana: „What a year…

  • Traust viðbrögð við vágesti

    Ekki er nema rúm vika frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist á Íslandi föstudaginn 28. febrúar. Viðbrögð almennings og yfirvalda hafa einkennst af yfirvegun og skynsemi. Engum blöðum er um það að fletta að við eigum mikið verk fyrir höndum til að lágmarka skaðann, sem er ekki allur kominn fram. Viðbrögð almannavarna og heilbrigðisyfirvalda Í…

  • Miklir hagsmunir undir

    Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, lést í liðinni viku. Hann var orkumálastjóri í tæpan aldarfjórðung eða frá 1973 til 1996 og tók eftir það áfram virkan þátt í þjóðmálaumræðu um orkumálefni. Skýr og afgerandi sjónarmið hans um stóriðju voru áberandi í greinaskrifum hans. Ferill hans sem orkumálastjóri, verkfræðingur og prófessor var þó auðvitað miklu fjölbreyttari en…

  • Við upphaf hringferðar

    Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði sl. föstudag upp í aðra hringferð sína um landið á jafnmörgum árum. Að þessu sinni verður lögð meiri áhersla á það en í síðustu ferð að heimsækja fyrirtæki. Það er við hæfi nú þegar verðmætasköpun er að færast ofar á forgangslista Íslendinga eftir því sem um hægist í efnahagslífinu, þó að hún…