Category: Uncategorized
-
Hringferð fyrir kröftugt atvinnulíf
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór…
-
Gefandi tími
Þann 11. janúar síðastliðinn voru þrjú ár liðin frá því að mér hlotnuðust þau forréttindi að taka við embætti ráðherra. Tíminn er afstæður og það er einhvern veginn bæði langt og stutt síðan. Langt síðan af því að þessi tími er svo stútfullur af upplifun að hún ætti varla að geta komist fyrir á þremur…
-
Um íhald og gyllta hnetti
Breski grínarinn Ricky Gervais gerði allt vitlaust á Golden Globe-verðlaununum fyrir nokkrum dögum með því að gera kolsvart grín að frjálslynda og „góða fólkinu“ í Hollywood. Sakaði það blákalt um hræsni, í gríni og alvöru. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðunum. Gervais hefur útskýrt að hann hafi ekki verið að stimpla sig í lið…
-
Bókstaflega svartir dagar
Það hljómar eins og atriði í hamfaramynd frá Hollywood en í vikunni var það íslenskur raunveruleiki: Mágkona mín, sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga, þurfti í óveðrinu að finna til lyf handa sjúklingum í svartamyrkri með vasaljós á enninu. Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um hrikaleg áhrif óveðursins á það…
-
Kría – súrefni fyrir frumkvöðladrifna nýsköpun
Áræði, þor, hugrekki. Þetta voru forsendur þess að Ísland byggðist. Allt heimsins hugvit á sviði skipasmíði og siglingafræði hefði verið einskis virði ef enginn hefði þorað að leggja af stað. Svipað gildir um frumkvöðladrifna nýsköpun í dag. Hún kallar á mikið áræði og enn meira úthald, oft í andstreymi og mótvindi. Sem betur fer höfum…
-
Ekki hvernig þú eyðir peningunum…
Sú hugmynd að fyrirtæki beri samfélagslega ábyrgð hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum og áratugum. Hún hefur þó oft verið umdeild, kannski að hluta til vegna þess að ekki hefur verið alveg skýrt hvað er átt við. Mörgum hefur þótt það stríða gegn réttmætu hlutverki fyrirtækja að velta fyrir sér öðru en því…
-
Auðmýkt kynslóðanna
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom mörgum á óvart í vikunni þegar hann gagnrýndi dómhörku ungu kynslóðarinnar. Í því sambandi nefndi hann sérstaklega það sem kallast „woke“ á ensku, sem merkir að vera „vakandi“, stöðugt á varðbergi gagnvart óréttlæti í samfélaginu, einkum því sem beinist gegn minnihlutahópum. Fordæmingarkúltúrinn Slík árvekni hljómar auðvitað mjög vel en með…
-
Einföldun regluverks – fyrsti áfangi
Stjórnvöld hafa alla jafna miklu meiri áhuga á því að setja nýjar reglur en að velta fyrir sér réttmæti þeirra reglna sem fyrir eru. Þetta veldur því að með tímanum verður regluverkið bólgið af óþarfa og þannig óþarflega hamlandi. Við sem trúum á mátt framtaksins vitum hversu skaðlegt þetta er. Þung reglubyrði – vilji til…
-
Nýsköpunarstefna kynnt
Getan til að skapa ný verðmæti er líklega mikilvægasta einkenni blómlegs og mannvænlegs samfélags. Þá á ég ekki eingöngu við efnahagsleg verðmæti, sem mælast í landsframleiðslu og kaupgetu, heldur einnig menningarleg og samfélagsleg verðmæti sem hafa úrslitaáhrif á hversu vel fólki líður. Það var með stolti sem ég kynnti í vikunni nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, framtíðarsýn…
-
Tímamótaverkefni
Í dag verða kynnt tvö tímamótaverkefni í ferðaþjónustu sem mikil vinna hefur verið lögð í á undanförnum mánuðum og misserum: Framtíðarsýn og Jafnvægisás. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til ársins 2030 segir okkur hvert við viljum stefna með þessa undirstöðuatvinnugrein. Svarið er skýrt: Við viljum að ferðaþjónustan verði leiðandi í sjálfbærri þróun. Við viljum að hún verði arðsöm…