Snæfellsnes

Síðastliðinn föstudag fór ég vestur á Snæfellsnes í þeim tilgangi að hitta gott fólk og spjalla um það sem brennur á fólki á svæðinu. Þá er oft gagnlegast að heimsækja fyrirtæki – ég hefði viljað fara víðar en fjögur bæjarfélög á einum degi takmarka heimsóknafjölda að sjálfsögðu. Snæfellsnes er undurfallegt svæði, blómlegt atvinnulíf, allt fullt af ferðamönnum[…]