Snæfellsnes

Síðastliðinn föstudag fór ég vestur á Snæfellsnes í þeim tilgangi að hitta gott fólk og spjalla um það sem brennur á fólki á svæðinu. Þá er oft gagnlegast að heimsækja fyrirtæki – ég hefði viljað fara víðar en fjögur bæjarfélög á einum degi takmarka heimsóknafjölda að sjálfsögðu. Snæfellsnes er undurfallegt svæði, blómlegt atvinnulíf, allt fullt af ferðamönnum og mikil gróska. Á miðvikdaginn fer ég aftur um svæðið, hitti fleira fólk og funda þar sömuleiðis á opnum fundi með öllum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Staðsetning þeirra funda:
Stykkishólmur, Hótel Fransiskus, Austurgötu 7, 24. ágúst kl. 18.
Félagsheimilið Klif, 24. ágúst kl. 21.

Góða helgi!

 

IMG_5887

IMG_5890

IMG_5877

IMG_5875

IMG_5869

IMG_5892