Framboðskokteill á Akranesi

Ég bauð í framboðskokteil heima á Akranesi á fimmtudaginn. Mætingin var frábær og móttökurnar hlýjar. Takk öll ykkar sem gáfuð ykkur tíma til að koma, takk fyrir hlýju orðin og fallegu kveðjurnar.

Það er mikil vinna eftir og ég hlakka til komandi viku.

Á mánudaginn er sameiginlegur fundur frambjóðenda á Gamla Kaupfélaginu kl. 21. Þar gefst Skagamönnum kostur á að heyra í öllum frambjóðendum og fyrirkomulagið er nokkurs konar kaffihúsaspjall. Gestir sitja á sínum borðum og sötra kaffi og við löbbum á milli og ræðum það sem þið viljið ræða eða spyrja um. Ég vonast til að sjá sem flesta.

Takk aftur fyrir mig 🙂

1

Hluti af risa stórum Skagavinkonuhópi, Svava Mjöll, Eva Laufey og Elísa Guðrún

2

Gengið

3

Skagakonur og vinkonur, með henni fékk ég að vinna á þingi og lærði mikið af henni

4

Ég fór meðal annars yfir það hvers vegna ég væri að bjóða mig fram, að enginn gerði þetta einn og kominn væri tími til að Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi kysi konu beint á Alþingi en það hefur aldrei verið gert, ótrúlegt en satt

5

Litlir ormar, litli kallinn minn með slaufuna hann Marvin Gylfi og bræðrabörnin tvö Fjóla Katrín og Aron

6
Ólöf Nordal innanríkisráðherra, yfirmaður minn og sú sem ég fæ að læra af og fylgjast með dag frá degi

7

Óli Adolfs, formaður bæjarráðs á Akranesi og vinur minn var hress og kátur

8

Heiður mágkona og Birkir nágranni

9

Aldís, Bergþóra og Baldvin Már, formaður Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi

10

Litla fjölskyldan sem stækkar fljótlega ef lífið lofar

11

12

13

Gömlu hjónin sem ég á allt að þakka

14

Meira að segja ég sé hér að við mæðgur erum dálítið líkar

15

16

Fjölskyldan – hluti hennar. Ásgeir bróðir stökk frá áður en við náðum mynd og Höddi bró var á Hvammstanga