12. ágúst, 2016

Stuðningsmenn

rr

 

Við Þórdís Kolbrún unnum saman í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, hún sem framkvæmdarstjóri og ég sem formaður þingflokksins og fyrir þá samvinnu fær hún mín bestu meðmæli. Hún er klár, stundvís og heiðarleg, vinnusöm og bóngóð, hún á afar auðvelt með vinna með öðrum innan flokks sem utan en er föst fyrir og fylgin sér en jafnframt sanngjörn í samskiptum.

Þórdís Kolbrún er vel menntuð ung kona, metnaðarfull og áreiðanleg og mun verða öflugur þingmaður því hvet ég alla til að veita henni brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins

 

 406401_10150568686378653_947380604_n

Ég er afskaplega þakklát fyrir fólk eins og Þórdísi Kolbrúnu sem er einn mesti stjórnmálanörd sem ég hef kynnst í bestu
mögulegu merkingu þess orðs. Það gleður mig einstaklega mikið að það séu til manneskjur eins og hún sem hafa brennandi áhuga á pólitík og eru til í að taka þennan slag fyrir okkur hin sem kjósum að sitja heima.

Ég hef ekki enn hitt á málefni sem hún hefur ekki áhuga á að ræða og það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég kynntist henni var að hún vildi heyra skoðanir allra á þeim málum sem voru til umræðu hverju sinni. Það segir mér að hún vilji kynna sér málefnin og taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun á grundvelli þekkingar og reynslu.
Ég mæli með því að þið kynnið ykkur það sem Þórdís Kolbrún hefur fram að færa því ég veit að hún mun halda áfram að kynna sér það sem þjóðin hefur fram að færa.

Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir lögmaður

 

 

mariaÞórdís Kolbrún yrði fengur fyrir Alþingi. Hún hefur aflað sér þekkingar, menntunar og reynslu sem gagnast vel í þingstörfum. Hennar persónulegu eiginleikar sem hafa áhrif á það hvernig hún hagar störfum sínum og samskiptum skipta þó engu minna í því samhengi.

Ég vona að kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi veiti henni stuðning svo að kjósendur allir fái að njóta krafta hennar á Alþingi.

María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur og doktorsnemi

 

 

 

1272596_10151729454882872_1942351282_o

 

Ég hef þekkt Þórdísi síðan við vorum sex ára gamlar og þekki hana því einstaklega vel. Hún er traust, dugleg, heiðarleg, réttsýn og með risastórt hjarta. Ég treysti engum betur en henni.

Emilía Ottesen markaðsstjóri

 

 

 

 

10849836_10152451670841360_4168814857961693067_n

Við Þórdís Kolbrún kynntumst árið 2013, þá báðar í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Þar sá ég hversu dugleg hún er og vel að sér í hinum ýmsu málum. Hún er heiðarleg, einlæg og gott að eiga í samskiptum við hana, enda sanngjörn og mikill húmoristi. Heppin yrðum við öll ef Þórdís Kolbrún næði sæti á Alþingi, ég styð hana alla leið!

Sara Katrín Stefánsdóttir geislafræðingur

 

 

 

 

 

 

 

Við verðum ekki svikin af því að fá þennan verðuga fulltrúa okkar ungu kynslóðarinnar á þing í haust! Þórdís Kolbrún er réttsýn, reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur og almennt topp kona. Ég hef verið svo heppin að geta kallað hana vinkonu mína nánast frá fæðingu og hlakka til að fylgjast með henni í þessu nýja hlutverki.

Íris Bjarnadóttir – upplýsingafræðingur

 

 

 

 

Ég er stolt af vinkonu minni sem ætlar að gefa kost á sér í alþingiskosningunum í vor. Þórdís Kolbrún er eldklár, dugleg, réttsýn og umfram allt frábær kona sem ég styð 100%. Við þurfum fleiri einstaklinga á þing eins og hana. Áfram gakk!

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir – dagskrárgerðarmaður

 

 

 

 

Ólafur Adolfsson

 

Ég kynntist Þórdísi Kolbrúnu fyrir alvöru þegar hún var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar og þar kom hún mér skemmtilega á óvart með dugnaði sínum og metnaði og þeim brennandi áhuga sem hún hefur á málefnum samfélagsins. Þórdís hefur fengið mikla reynslu af pólitísku starfi á síðustu árum, bæði í störfum sínum sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ekki síður sem aðstoðarkona innanríkisráðherra.

Ég treysti henni því til allra góðra verka á Alþingi og veit að hún mun verða öflugur þingmaður. Því vil ég hvetja sjálfstæðismenn í kjördæminu til að veita henni brautargengi í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi laugardaginn 3. september nk.

Ólafur Adolfsson – formaður bæjarráðs á Akranesi

 

 

 

Mæli hiklaust með Þórdísi; áreiðanleg, klár, sanngjörn, rökföst og alltaf reiðubúin að hlusta á sjónarmið annarra.

Unnur Lilja Hermannsdóttir – lögfræðingur

 

 

 

 

Stálgreind prinsippmanneskja, harðdugleg í þokkabót gefur kost á sér í prófkjöri í norðvesturkjördæmi.Þórlindur Kjartansson

Ég vona innilega að henni gangi vel, og komist á þing. Það vantar nákvæmlega svona fólk til forystu á Íslandi.

Þórlindur Kjartansson – fyrrv. formaður SUS

 

 

 

 

 

Ég myndi kjósa þessa öflugu konu hvenær sem er, sama hvaða flokk hún myndi skipa sér í. Fyrir utan að vera vel gefin og klár býr hún yfir þeim mikla kosti í fari stjórnmálamanns að vera gagnrýnin á sjálfa sig og flokk sinn, tilbúin til að viðurkenna mistök og læra af þeim, og hefur metnað til þess að knýja fram breytingar. Áfram Þórdís!


Helga Björk Helgadóttir Valberg – lögfræðingur

 

 

 

Mikið varð ég glöð þegar ég heyrði að Þórdís Kolbrún hafði stigið fram og ákveða að gefa kost á sér í prófkjöri nú í haust. Þórdísi þekki ég bara af góðu einu, hún er harðdugleg, jákvæð og heilsteyptur einstaklingur. Ég get ekki annað en vonað að við verðum svo lánsöm að fá svona frambærilega og öfluga manneskju á inn á þing í vetur.

 

Nanna Kristín Tryggvadóttir – verkfræðingur

 

 

 

siljaran

 

 

Þórdís Kolbrún fær mitt atkvæði í 2. sætið í komandi prófkjöri. Þórdís er kraftmikil og ákveðin og það yrði því mikill styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá Þórdísi á þing. Ég tel að menntun og fyrri störf Þórdísar komi sér einstaklega vel í þetta verkefni. Hún þekkir stjórnmálin vel og hefur einlægan áhuga á að búa til betra samfélag. Þess vegna veit ég að Þórdís verði frábær fulltrúi á þingi, þar mun hún vafalaust hafa góð áhrif og koma hlutum í verk. Áfram Þórdís!

Silja Rán Arnarsdóttir – laganemi og Grundfirðingur

 

 

 

 

Það er fengur fyrir Sjálfstæðismenn að ung og öflug kona eins og bróðurdóttir mín Þórdís Kolbrún bjóði sig fram í14101586_10154017771292872_652706059_n
forystusveit flokksins. Þar er á ferðinni afar einbeitt og áhugasöm manneskja um íslensk stjórnmál og öflugur talsmaður Sjálfsstæðisstefnunnar. Ég skora á sjálfstæðisfólk í Norvesturkjördæmi að fylkja sér á bak við Þórdísi í 2. sætið í prófkjörinu.

Jóhannes Bjarni Guðmundsson – flugmaður