Tag: Ferðmála-

  • Höldum orku í umræðunni

    Hafi einhver haldið að stuðningsmenn þriðja orkupakkans myndu fyllast fögnuði þegar hann var samþykktur á Alþingi í byrjun vikunnar þá er það misskilningur. Slíkt hlýtur að vera fjarri okkur í máli sem einkenndist af töluverðu leyti af ágreiningi á meðal samherja. Við þurfum að draga lærdóm af umræðunni og hvernig hún þróaðist. Ég trúi að…

  • Hjartað og heilinn eiga bæði heima í pólitík

    Við tölum af velþóknun um „ískalt mat“. Það þýðir að við höfum vikið tilfinningum okkar til hliðar og skoðað málið út frá rökum og engu öðru. Þetta þykir töluverður gæðastimpill á ákvörðunum. Líklega eru engin dæmi þess að talað hafi verið um „sjóðheitt mat“. Hvað þá af velþóknun. Hátt hitastig er alls ekki talið eiga…

  • Fyrir frelsið, fyrir neytendur

    Þú, lesandi góður, getur valið af hverjum þú kaupir rafmagn. Þú getur farið á netið hvenær sem er, gert verðsamanburð með einföldum hætti og skipt um orkusala á augabragði. Samkeppnin í orkusölu er ekki fullkomin en hún er þó fyrir hendi. Fyrirtæki nýta sér hana í töluverðum mæli og geta þannig sparað umtalsverðar fjárhæðir. Einstaklingar…

  • Rætur og vængir

    Ein bestu ráð sem foreldrum hafa verið gefin eru frá Goethe. Hann sagði að foreldrar ættu helst að stefna að því að gefa börnum sínum tvennt: rætur og vængi. Að vissu leyti eru þetta andstæður. Ræturnar halda þér heima, binda þig við sama stað og halda þér í viðjum hins þekkta, hins vanalega og hefðbundna,…

  • Aukin nýsköpun; ekki val heldur nauðsyn

    Heimur batnandi fer. Nánast alls staðar í veröldinni eru lífsgæði miklu meiri en þau sem forfeður og formæður okkar nutu. Þessi staða blasir við og er áberandi á Íslandi. En við stöndum líka frammi fyrir gífurlegum áskorunum. Reglulega er rætt um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Kannski ekki rosalega grípandi orðanotkun. En ef spár ganga eftir má…

  • Orkan okkar

    Ég er varla að segja neinar fréttir þegar ég byrja skrif mín í mínu reglulega plássi hér á Morgunblaðinu á að nefna að mikil umræða hefur átt sér stað um orkumál undanfarið. Umræðan sem hefur skapast endurspeglar áhuga almennings á orkumálum almennt. Sá áhugi er ánægjulegur og skiptir máli. Lesendur blaðsins kannast líklega við mína…

  • Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar

    Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. Eftir gosið í Eyjafjallajökli óttuðust flestir hrun. En gosið reyndist landkynning. Það, ásamt lágu verðlagi í kjölfar bankahrunsins og stórauknu flugframboði, lagði grunninn að margra ára samfelldum ofurvexti greinarinnar. Í dag stöndum við aftur á móti frammi fyrir samdrætti eftir að…

  • Kjölfestan og drifkraftur framfara

    Sjálfstæðisflokkurinn hefur í níutíu ár verið bæði kjölfestan í íslenskum stjórnmálum og drifkraftur framfara. Full innistæða er fyrir því þegar sagt er að enginn stjórnmálaflokkur hafi gert meira til að skapa okkar góða samfélag hér á Íslandi. Það er staðreynd sem allir flokksmenn mega með réttu vera stoltir af. Hlutverk kjölfestunnar er að standast ágjöf…

  • Gagnleg umræða um orkumál

    Umræðan um þriðja orkupakkann hefur á margan hátt verið gagnleg. Hún hefur reynt á viðbrögð okkar stjórnmálamanna við gagnrýni og efasemdum, meðal annars úr eigin herbúðum. Hún hefur sett orkumál í miðju þjóðfélagsumræðunnar, sem er æskilegt og gagnlegt nú þegar unnið er að nýrri orkustefnu fyrir Ísland. Hún hefur beint kastljósinu að eignarhaldi orkuauðlinda, sem…

  • Eiga neytendur að borga fyrir svindlarana?

    Kennslubækur í siðfræði innihalda þann einfalda sannleik að til þess að viðskipti gangi upp verður að ríkja traust milli aðila á því að hlutirnir séu líkt og lofað er. Einstakir aðilar geta vissulega hagnast á því að hafa óhreint mjöl í pokahorninu en hlutirnir lenda strax í handaskolum ef allt mjöl er óhreint, steypan ótraust…