Tag: Ferðmála-
-
Fyrir okkur öll
Frambjóðendur á listum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru næstum fimm hundruð talsins. Þessi fjölmenna og öfluga sveit vinnur nú stefnumálum sínum fylgis um allt land á lokasprettinum fyrir kjördag. Ég hef verið svo heppin að hafa haft tækifæri til að heimsækja frambjóðendur og stuðningsmenn flokksins í mörgum sveitarfélögum á undanförnum vikum. Hvarvetna ríkir metnaður til…
-
Þolmörk, tækni og tækifæri í ferðaþjónustu
Ágætu ljósi var varpað á áskoranir og tækifæri ferðaþjónustunnar á fróðlegum fundi Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans í vikunni, þar sem sjónum var einkum beint að tækniþróun og upplýsingabyltingunni. Allmörg íslensk fyrirtæki hafa þróað tæknilausnir sem gefa möguleika á að auka bæði skilvirkni og gæði á ýmsum sviðum. Kynning frá Origo á sérhönnuðu upplýsinga- og leiðsögukerfi…
-
Alþjóðlegt sjónarhorn á orkumál
Í vikunni fékk ég tækifæri til að ræða um orkumál á Íslandi við nemendur í Kennedy School of Government við Harvard-háskóla. Tilefnið var að þeir hafa fengið það verkefni í námskeiði um opinbera stefnumótun að leggja grunn að orkustefnu fyrir Ísland. Frumkvæði að því átti Halla Hrund Logadóttir, sem er einn af stofnendum „Arctic Initiative“…
-
Sýnt á spilin: sterkara samfélag
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 var kynnt í vikunni. Hún endurspeglar sterka stöðu. Staða ríkissjóðs hefur ekki verið traustari um árabil, landsframleiðsla hefur aldrei verið meiri og markmið um lækkun skulda eru á undan áætlun. Allt þetta skapar sterkan grundvöll undir kröftuga sókn. Og sóknin birtist skýrt og greinilega í fjármálaáætluninni. Hún felur í sér…
-
Opinberun á fyrsta degi
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var sannkölluð hátíð. Vel á annað þúsund landsfundarfulltrúa af öllu landinu komu þar saman til að skerpa á stefnunni með kröftugu málefnastarfi, styrkja vinaböndin og mynda ný. Samstaða og gleði einkenndi fundinn alla þrjá dagana sem hann stóð. Formaður flokksins og ritari fengu endurnýjað umboð með glæsilegri kosningu. Sjálf er…
-
Fyrirsláttur
Ný ríkisstjórn tók til starfa undir merkjum þess að styrkja Alþingi, auka samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu, slá nýjan tón og efla traust á stjórnmálunum. Þetta eru ekki eingöngu orð á blaði heldur einlægur ásetningur. Ég hef heyrt ýmsa úr stjórnarandstöðunni taka undir mikilvægi þessa, að vísu miseindregið. En þegar á reynir má sjá hversu mikil…
-
Erindi okkar
Sjálfstæðisflokkurinn verður níutíu ára á næsta ári. Allan þann tíma hefur grundvallarstefnan um einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi í allra þágu ekki glatað grammi af gildi sínu. Leiðarljós hennar er jafn skært og í upphafi. Þetta er ástæða þess að níutíu árum síðar er flokkurinn stærsti flokkur landsins í öllum kjördæmum. Fjöldahreyfingin Skýr hugsjón hristir að lokum…
-
Línur skýrast
Í vikunni mælti ég á Alþingi fyrir þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Er það í fyrsta sinn sem mælt er fyrir slíkri stefnu, en ákvæði um hana var sett í raforkulög árið 2015. Rauði þráðurinn í tillögunni er að styrkja þurfi flutningskerfið til að ná nánar tilgreindum markmiðum, meðal annars um orkuskipti,…
-
Krafan um aukin útgjöld
Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að draga úr skattheimtu og hemja vöxtinn í útgjöldum ríkisins. Það er hins vegar ekki laust við að ég finni fyrir því úr mörgum áttum að ætlast sé til þess af mér sem ráðherra, að ég freisti þess að auka útgjöld til málaflokka sem undir mig heyra sem allra mest. Mörgum…
-
Um harðfylgi, ólík sjónarhorn og blinda bletti
Þekkt teikning sýnir tvo menn horfa á tölu sem skrifuð hefur verið á jörðina á milli þeirra. Annar heldur því hástöfum fram að talan sé 6. Hinn gargar æfur að talan sé 9. Ef þeir aðeins „kúpluðu sig niður“ og sýndu dálitla yfirvegun myndu þeir komast að raun um að báðir hafa nokkuð til síns…