Tag: Morgunblaðið
-
Erum við að missa vitið?
Ískyggileg fullyrðing kom nýlega fram í skoðanapistli David Brooks í New York Times. Samkvæmt athugunum á lestrargetu fullorðins fólks í Bandaríkjunum nær um þriðjungur landsmanna ekki þeim viðmiðum um hæfni sem ætlast má til af tíu ára börnum. Þetta merkir að þriðjungur fullorðinna Bandaríkjamanna getur tæplega haldið þræði í texta sem er flóknari en einfaldar…
-
Stöndum vörð um orðspor Íslands
Frá sköpunarkraftinum stafa allar framfarir mannkyns. Það er hann sem keyrir áfram þekkingarleit og uppgötvanir í vísindalegu umhverfi. Sama afl knýr nýsköpun og frumkvöðlastarf þar sem þekking er hagnýtt og gerð að markaðshæfri vöru sem bætir lífsgæði í samfélaginu – og sköpunarkrafturinn er að sjálfsögðu uppspretta listsköpunar og menningar líka – þar sem við upplifum…
-
Land hinna frjálsu, heimkynni hugdjarfra
Við landamæri Úkraínu og Póllands, mynd tekin 21. mars 2025 Undir lok átjándu aldar tóku þrettán nýlendur Breta í Norður Ameríku sig saman, mynduðu her og tóku ákvörðun um að berjast fyrir frelsi frá öflugasta herveldi heims. Aflsmunurinn var mikill „á pappírnum“ þegar nýlendubúar byrjuðu að velta fyrir sér hvort það væri þess virði að…
-
Talar þú fyrir frelsi?
Í ræðu minni á Landsfundi um síðastliðna helgi sagði ég að forsenda frelsis væri friðurinn. Við Íslendingar njótum þess að búa við frið og erum eitt frjálsasta samfélag veraldar. Á meðan svokallaðar friðarviðræður eiga sér stað á milli forseta Rússlands og Bandaríkjanna, rignir sprengjum yfir úkraínskar borgir, innviði, almenna borgara og hermenn sem verja landið.…
-
Áttatíu stutt ár
Síðasta vor hittust leiðtogar flestra Evrópuríkja á ströndinni í Normandí. Það var til þess að minnast þess að áttatíu ár voru liðin frá því gagnsókn bandamanna inn í Evrópu hófst 6. júní 1944. Við Íslendingar héldum upp á það ellefu dögum síðar að þá voru einmitt liðin áttatíu ár frá því að við urðum lýðveldi…
-
Frelsið er ekki verðlögð vara
Við yfirborðslega athugun virðist sem úrlausnarefni stjórnmálanna séu svipuð hvar sem er í heiminum. Alls staðar er talað um hagvöxt, verbólgu, vexti og atvinnuleysi. Stjórnvöld setja markmið til þess að passa upp á samkeppnishæfni og laða til sín fjárfestingu. Þau segjast vilja efla menntakerfin, huga að lífsskilyrðum barna og aldraðra, halda glæpum í skefjum, gæta…
-
Tímamót
Tímamót munu eiga sér stað í sögu Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi þegar nýr formaður verður kjörinn í stað Bjarna Benediktssonar sem hefur gegnt embættinu lengur en nokkur annar í sögu flokksins að Ólafi Thors undanskildum. Forysta Bjarna og leiðtogahæfileikar hans hafa skipt máli á viðburðaríkum og krefjandi tímum. Sagan mun dæma stjórnmálaferil og stórar ákvarðanir…
-
Friður er forsenda alls
Jólin eru hátíð ljóssins enda marka þessir köldu og dimmu dagar á norðurhveli jarðar þau tímamót að sólin byrjar sína óhjákvæmilegu sigurgöngu, daginn fer að lengja og eftir að þreyjum þorra og góu má gera sér vonir um að það fari líka að hlýna. Það er auðvitað engin tilviljun að við skreytum hús okkar með ljósum…
-
Gömul og góð lausn
Við gleymum stundum hversu undraskömmum tíma mannkynið hefur komist úr örbirgð til álna. Það sem tekur Breta í dag eina klukkustund að framleiða tók 28 stundir að framleiða árið 1800. Með öðrum orðum hefur framleiðni vinnuafls 28-faldast. Sum ríki hafa náð samskonar framförum enn skemmri tíma, eins og Suður-Kórea einungis frá árinu 1960. Hér á…
-
Nýtt upphaf – nýr veruleiki
Að loknum kosningum hélt ég á fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins. Þar bar hæst viðbrögð bandalagsins við áframhaldandi árásarstríði Rússlands gegn Úkraínu og útvíkkun stríðsins með þátttöku norðurkóreskra hermanna, notkun íranskra vopna og að því er virðist vaxandi stuðningi Kína. Þá ræddum við aukinn stuðning bandalagsríkja við Úkraínu og vaxandi áskoranir í suðurjaðri bandalagsins og víðar. Mið-Austurlönd,…