Tag: Morgunblaðið
-
Nýtt upphaf – nýr veruleiki
Að loknum kosningum hélt ég á fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins. Þar bar hæst viðbrögð bandalagsins við áframhaldandi árásarstríði Rússlands gegn Úkraínu og útvíkkun stríðsins með þátttöku norðurkóreskra hermanna, notkun íranskra vopna og að því er virðist vaxandi stuðningi Kína. Þá ræddum við aukinn stuðning bandalagsríkja við Úkraínu og vaxandi áskoranir í suðurjaðri bandalagsins og víðar. Mið-Austurlönd,…
-
Kosningar á örlagatímum
Umræða um stjórnmál virðist byggjast á þeirri forsendu að það séu nánast engin vandamál sem stjórnmálamenn geti ekki leyst. Alls konar hlutir eru settir í samhengi við aðgerðir stjórnmálamanna sem við nánari skoðun eru ekki svo mikið á þeirra valdsviði. Þetta er ákveðin hugsanavilla sem gerir lýðræðið flókið. Áhrif stjórnmálamanna á hvað gerist til skamms…
-
Vegið að velferð
Nú er útlit fyrir að halli ríkissjóðs á síðasta ári hafi verið 200 milljarðar eða 6,6% af vergri landsframleiðslu. Á þessu ári er útlit fyrir miklu meiri halla eða 10,2%. Það er mun verri afkoma en 2009, fyrsta árið eftir bankahrunið, og þótti þó flestum nóg um. Þessi alvarlega staða ógnar velferð landsmanna. En hún…
-
Einföldunarbyltingin
Hlaupum hraðar var yfirskrift Iðnþings í vikunni. Það var sérstaklega viðeigandi, nú þegar aukin verðmætasköpun er meira aðkallandi en á flestum tímum. Í ræðu minni á þinginu lagði ég sérstaka áherslu á mikilvægi nýsköpunar og þá hugarfarsbyltingu sem hefði orðið gagnvart nýsköpun í íslensku samfélagi á undanförnum árum. Þau tímamót hafa orðið að nýsköpun er…
-
Tækifæri Íslands
Eitt stærsta ímyndartækifæri Íslands á næstu árum er að taka afgerandi forystu í loftslagsmálum með orkuskiptum og verða þannig óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Það snýst þó ekki bara um ímynd heldur felur í sér ómældan ávinning fyrir umhverfið og getur skapað mikil efnahagsleg verðmæti, auk þess sem það varðar þjóðaröryggi að við séum ekki háð…
-
Oft var þörf
Staða ríkissjóðs gerir að verkum að það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hugsa verkefni ríkisins upp á nýtt. Rekstur ríkisins er ósjálfbær. Við vorum heppin að staðan var sterk fyrir Covid, þökk sé öflugri og ábyrgri forystu Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð sem ekki var alltaf mikill stuðningur við á þingi. Þess vegna getum við núna…
-
Einstök tækifæri í orkumálum
Grænar orkulindir eru ein dýrmætasta náttúruauðlind okkar Íslendinga. Þær hafa fært okkur ómældan ávinning, sparað okkur stjarnfræðileg eldsneytiskaup til húshitunar, skapað dýrmæt störf og útflutningstekjur, hlíft andrúmslofti jarðar við gróðurhúsalofttegundum, skapað forsendur fyrir þróun hugvits og þekkingar á heimsmælikvarða og sett Ísland í fremstu röð þjóða heims hvað varðar sjálfbæra orkunotkun. Forysta okkar er ekki…
-
Söguleg innrás
Ronald Reagan sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna fyrir sléttum 40 árum, hinn 20. janúar 1981. Í innsetningarræðu sinni nefndi Reagan að Bandaríkjamönnum þætti sjálfsagt að á nokkurra ára fresti færu fram friðsamleg valdaskipti í landinu. Hann benti á að fáir veltu fyrir sér hve einstakt þetta væri, en að frá sjónarhóli margra annarra þjóða væri…
-
Hækkandi sól
Þarnæsta mánudag byrjar sólin að hækka á lofti. Það eru tímamót sem fela alltaf í sér ákveðna tilhlökkun og bjartsýni í hugum okkar sem búum við langa og dimma vetur. Að þessu sinni fara vetrarsólstöður saman við aukna bjartsýni um að nú fari senn einnig að birta til í því kófi heimsfaraldurs sem við höfum…
-
Bjart yfir nýsköpun
Stóra verkefni Íslands á næstu árum verður að skapa nægilega mikil verðmæti til að vega upp efnahagsáfallið sem við stöndum frammi fyrir. Vandinn blasir m.a. við okkur í spá um þriggja ára samfelldan hallarekstur hins opinbera, sem muni valda því að árið 2022 verði skuldir hins opinbera orðnar rúmlega tvisvar sinnum hærra hlutfall landsframleiðslu en…