Author: admin

  • Land hinna frjálsu, heimkynni hugdjarfra

    Við landamæri Úkraínu og Póllands, mynd tekin 21. mars 2025 Undir lok átjándu aldar tóku þrettán nýlendur Breta í Norður Ameríku sig saman, mynduðu her og tóku ákvörðun um að berjast fyrir frelsi frá öflugasta herveldi heims. Aflsmunurinn var mikill „á pappírnum“ þegar nýlendubúar byrjuðu að velta fyrir sér hvort það væri þess virði að…

  • Talar þú fyrir frelsi?

    Í ræðu minni á Landsfundi um síðastliðna helgi sagði ég að forsenda frelsis væri friðurinn. Við Íslendingar njótum þess að búa við frið og erum eitt frjálsasta samfélag veraldar. Á meðan svokallaðar friðarviðræður eiga sér stað á milli forseta Rússlands og Bandaríkjanna, rignir sprengjum yfir úkraínskar borgir, innviði, almenna borgara og hermenn sem verja landið.…

  • Landsfundur 2025 – kveðjuræða úr varaformannsembætti

    Á ræðuna má horfa hér: https://www.facebook.com/share/v/19zmywCU1h/?mibextid=wwXIfr Kæru vinir. Tíminn líður og hann líður hratt. Þau tæplega tuttugu ár sem ég hef starfað í Sjálfstæðisflokknum hafa verið fljót að líða. Kannski af því þau hafa verið bæði viðburðarík og brjálæðislega skemmtileg. En kannski vegna þess að það er í eðli okkar mannfólksins að finnast tíminn vera…

  • Three years of war of a aggression

    Photo: Þórlindur Kjartansson To create is hard but beautiful. To destroy is easy but monstrous. Today, we live in a world where the forces of creation must be defended against powers of destruction. After three years the contrast could not be clearer. Russia sends men to fight and die for one man’s idea of glory.…

  • Hver vill ekki frið?

    Mynd: Youry Bilak Hin árlega öryggisráðstefna í München þetta árið var söguleg og viðburðarík. Ég hef sótt ráðstefnuna frá árinu 2022, sem átti sér þá stað örfáum dögum fyrir allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu. Ég hef sótt aðra viðburði á vegum ráðstefnunnar og byggt upp tengsl við þau sem að henni standa og mörg þeirra sem…

  • Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana

    Frú forseti. Loksins hefjum við störf hér á Alþingi. Eftir brösulegan aðdraganda þingstarfa kom rok í Reykjavík, þingstörfum var frestað og um tvær og hálf vika er eftir af febrúar. Frú forseti. Það var áhugavert fyrir mig eftir sjö ára setu í ríkisstjórn að heyra um svokallað nýtt verklag í ríkisstjórn Íslands. Það er auðvitað…

  • Áttatíu stutt ár 

    Síðasta vor hittust leiðtogar flestra Evrópuríkja á ströndinni í Normandí. Það var til þess að minnast þess að áttatíu ár voru liðin frá því gagnsókn bandamanna inn í Evrópu hófst 6. júní 1944. Við Íslendingar héldum upp á það ellefu dögum síðar að þá voru einmitt liðin áttatíu ár frá því að við urðum lýðveldi…

  • Alvöru stjórnmál

    Það er mikil blessun að Ísland hefur í gegnum tíðina ekki verið eins ginnkeypt fyrir lýðskrumi og lýðhyggju og ýmis samfélög í Evrópu. Slíkar raddir heyrast vitaskuld stundum en þær hafa hingað til ekki hlotið raunverulegt brautargengi. Í þessu samhengi skiptir máli að Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestuflokkurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála, hefur staðist freistingar um að…

  • Ákvarðanir eru teknar af þeim sem mæta

    Það minnsta sem við getum gert til að undirstrika að við séum sjálfstæð og fullvalda þjóð er að sýna því hlutverki virðingu, í því felst að mæta á staðinn. Þar eigum við að standa við hlið vina, þjóð á meðal þjóða. Allir aðrir leiðtogar Norðurlandanna forgangsröðuðu minningarathöfn í Auschwitz um helförina. Með því er verið…

  • Frelsið er ekki verðlögð vara

    Við yfirborðslega athugun virðist sem úrlausnarefni stjórnmálanna séu svipuð hvar sem er í heiminum. Alls staðar er talað um hagvöxt, verbólgu, vexti og atvinnuleysi. Stjórnvöld setja markmið til þess að passa upp á samkeppnishæfni og laða til sín fjárfestingu. Þau segjast vilja efla menntakerfin, huga að lífsskilyrðum barna og aldraðra, halda glæpum í skefjum, gæta…