Ávarp utanríkirráðherra á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins NATO í 75 ár: Samvinna í þágu öryggis

Kæru fundargestir,

Atlantshafsbandalagið er öflugasta varnarbandalag í sögunni. Í 75 ár hefur það varið friðinn á Norður-Atlantshafssvæðinu og enn er það svo að þau ríki sem tilheyra bandalaginu búa við öflugustu öryggistryggingu sem völ er á í heimi sem verður sífellt óvissari.

Það var því sannarlega gæfa yfir þeirri ákvörðun að Ísland yrði eitt af tólf stofnríkjum bandalagsins, og fram á þennan dag, þegar bandalagsríkin eru orðin 32 nýtur Íslands góðs af þeirri ákvörðun.

Það er þó kunnara en frá þurfi að segja að ekki þótti öllum Íslendingum sjálfsagt að Ísland yrði með.

Við vorum þá – og erum enn – fámennasta þjóðin í bandalaginu.

Við vorum þá – og erum enn – eina bandalagsríkið án eigin herafla.

Og – við vorum þá – og erum enn – skínandi dæmi um að Atlantshafsabandalagið er ekki einvörðungu stofnað utan um þrönga varnarhagsmuni bandalagsríkjanna.

Fram að síðara stríði aðhylltust Íslendingar hlutleysi og það var meiriháttar stefnubreyting fyrir þjóð, sem fimm árum áður hafði lýst yfir sjálfstæði frá Dönum, að gerast aðili að varnarbandalagi.

Jafnvel Bjarni Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra, sem undirritaði Atlantshafssáttmálann fyrir Íslands hönd þann fjórða apríl 1949, sagði í ræðu sinni við athöfnina í Washington að Íslendingar hefðu verið í vafa um aðildina. En svo minnti hann á að í heimsstyrjöldinni, sem þá var enn fersk í minni, hefðu Bretar og síðan Bandaríkjamenn varið Ísland á meðan stríðinu stóð. Og hann sagði:

„Aðild okkar að Norður-Atlantshafssamningnum sýnir að bæði sjálfra okkar vegna og annarra viljum við svipaða skipan og þá á vörnum landsins, ef ný styrjöld brýzt út, sem við vonum og biðjum að ekki verði.“

Mér finnst umhugsunarverð sú áhersla sem hann lagði á að aðild okkar snérist ekki einvörðungu um að tryggja okkar eigin varnir, sem við værum ófær um að sinna, heldur að leggja eitthvað af mörkunum til sameiginlegrar varna þeirri heimsmynd sem er undirstaða okkar frjálsa samfélags.

Bandalagið snýst nefnilega ekki bara um að telja skriðdreka og freygátur; og tilgangur þess er ekki aðeins að verja hvern einasta þumlung bandalagsríkja; Atlantshafsbandalagið er líka pólitískt bandalag lýðræðisríkja.

Og það er eftirsóttur klúbbur sem setur viðmið fyrir umsóknarríki og hvetur samstarfsríki til umbóta. Þannig skapar bandalagið stöðugleika á pólitíska sviðinu og hefur þannig verið aflvaki lýðræðis og umbóta í Evrópu.

Þessir miklu kostir blasa við í dag og nýtur aðild að Atlantshafsbandalaginu yfirburðastuðnings meðal íslensku þjóðarinnar.

***

Fyrir 75 árum var Evrópa í rúst og Sovétvaldið – Rússar – voru að festa sig í sessi í austanverðri álfunni, meðal annars með því að innlima grannríki sem áður höfðu verið sjálfstæð.

Framtíðin var óviss þá.

Og hver er staðan í heiminum í dag?

Rússar sækja fram og reyna með vopnavaldi að innlima Úkraínu. Þeir víla ekki fyrir sér að leggja í rúst borgaralega innviði, varpa sprengjum á bæi og borgir og myrða saklausa borgara. Rússar ógna öðrum löndum sem Kremlverjar telja til síns áhrifasvæðis. Þeir ógna grannríkjum og hafa í stöðugum hótunum um að beita kjarnavopnum.

Þeir beita netárásum og upplýsingaóreiðu til þess að valda ruglingi, misklíð og tortryggni innan samfélaga sem byggjast á þeim lýðræðislegu gildum sem fært hafa mannkyninu óviðjafnanlega friðsæld og farsæld.

Framtíðin er enn óviss.

Góðir gestir.

Við Íslendingar erum ekki bara áhorfendur að tilraunum Rússa til að valda tjóni. Margvísleg ógn getur steðjað að okkar samfélagi; bæði beint og óbeint. Við vitum til að mynda að Rússar hafa kortlagt sæstrengi og aðra mikilvæga innviði.

Þá er hin hernaðarlega mikilvæga staðsetning Íslands; sem gerði Ísland að hugsanlegu takmarki fyrir Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni, jafnvel enn mikilvægari nú ef til alvarlegri togstreitu eða átaka kemur milli Vesturlanda og Rússlands.

Þetta þýðir vitaskuld að það er algjör fjarstæða sem stundum heyrist, að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu geri okkur að líklegra hugsanlegu skotmarki en ella. Ég reyni almennt að spara stóru orðin; en þessi staðhæfing er að mínu mati hreinræktuð della – Ísland án fælingarmáttar aðildar að Atlantshafsbandalaginu, með sama landfræðilega mikilvægi – væri augljóslega gríðarlega verðmætt herfang fyrir Rússa ef til raunverulegra átaka kæmi.

Allt þetta undirstrikar mikilvægi Atlantshafsbandalagsins á óvissum tímum.

Þó að sáttmálinn frá Washington standi enn fyrir sínu, þá er samstarfið milli ríkjanna lifandi og bandalagið hefur þroskast og þróast á líftíma sínum. Það tekur ekki bara til varna á landi, láði og legi heldur einnig í geimnum og á netinu.

***

Við Íslendingar metum friðinn mikils og viljum róa að því öllum árum að samskipti þjóða einkennist af virðingu, jafnræði og sátt. Og – orðið friður heyrist ósjaldan í ræðum frambjóðenda í forsetakosningunum þessa dagana. Og svo sannarlega hefur íslensk þjóð eins og allar aðrar þjóðir hagsmuni af því að friður ríki í kringum okkur.

Það vill því miður brenna við að hugmyndin um frið sé sett upp sem andstæða við varnir.

Sjálf hef ég gert athugasemd við það þegar sá tónn er sleginn að Íslendingar séu meira friðelskandi en aðrar þjóðir. Það er auðvitað fjarri lagi.

Það eru bæði sögulegar og aðrar ástæður fyrir því að við erum eitt fárra þjóðríkja án hers en það er ekki af því að við séum meira friðelskandi en aðrir.

Munurinn á okkur Íslendingum og því fólki sem hefur þurft að verjast innrásum annarra eða verið þvingað til að taka þátt í innrásum í önnur lönd er einfaldur. Við erum heppin.

Og maður getur sannarlega verið þakklátur fyrir heppni, en maður getur ekki leyft sér að gorta sig af henni.

***

Kollegi minn frá Litáen, Gabrielius Landsbergis, talar við okkur á eftir. Litáar verja 2,7 prósentum af vergri landsframleiðslu til hervarna á þessu ári. Það er ekki af því að Litáar vilji stríð heldur er það þvert á móti til að tryggja frið. Standa vörð um frelsið.

Litáar, eins og hin Eystrasaltsríkin, þekkja bæði stríð, varnarleysi, hernám og ógnarstjórn. Eystrasaltsríkin sóttu fast að komast í Atlantshafsbandalagið og fagna á þessu ári 20 ára veru í bandalaginu. Aðildin að NATO er undirstaða fullveldis Eistlands, Lettlands og Litáens og það skilur hvert einasta mannsbarn í þessum löndum.

Þessi skilningur er einnig fyrir hendi meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Danir ætla að auka framlög til varnarmála og þar mun herskyldan brátt ná til bæði karla og kvenna. Norsk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði 12 ára áætlun um að efla herinn svo um munar. Svipaða sögu er að segja af nýju bandalagsríkjunum Svíþjóð og Finnlandi sem nú gera ekki ráð fyrir að sinna sínum vörnum ein síns liðs heldur sem hluti af bandalagi lýðræðisríkja.

Við Íslendingar erum líka að efla varnir okkar. Þó að við séum án eigin hers þá erum við ekki án eigin varna. Og við leitum allra leiða til þess að leggja fram það sem við getum.

Stærsta einstaka framlag okkar til Atlantshafsbandalagsins er og mun alltaf verð landfræðileg staða Íslands í miðju Norður-Atlantshafi og aðstaðan sem við getum veitt.

Við rekum íslenska loftvarnarkerfið, mikilvæga varnarinnviði og veitum gistiríkjastuðning á öryggissvæðinu í Keflavík.

Við fylgjumst með flugumferð á stóru svæði í kringum landið og gerum bandamönnum okkar kleift að fylgjast með umferð í undirdjúpunum.

Umsvifin í Keflavík hafa vaxið mjög á síðustu árum, sérstaklega í tengslum við kafbátaleit Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja. Þau munu halda áfram að vaxa og með því undirstrikum við virkar, lifandi og gagnkvæmar varnarskuldbindingar og öflugt framlag Íslands. Þannig hafa komið hingað B-2 sprengjuflugvélar til að sinna fælingaraðgerðum í norðurhluta Evrópu og víðar. Kjarnorkuknúnir kafbátar Bandaríkjanna geta nú skipt um áhafnir við Ísland og tekið birgðir til að geta lengt úthald á Norður-Atlantshafi.

Við sendum sérfræðinga til herstjórna bandalagsins, bæði í höfuðstöðvum þess í Evrópu og Norður-Ameríku og hersveitum NATO í Eystrasaltsríkjunum til að styðja getu bandalagsins og tryggja sameiginlega varnarhagsmuni.

Varnaræfingar eru annar mikilvægur liður í okkar varnasamvinnu og árétta getu og vilja til að bregðast við hættuástandi. Hér heima þurfum við að tryggja að við getum stutt og starfað með liðsafla sem hingað kemur á spennu og átakatímum. Næsta haust fer fram varnaræfing Bandaríkjanna og Íslands, Norður-Víkingur 2024, þar sem við munum tengja íslenska viðbragðsaðila betur inn í sameiginlegar viðbragðsáætlanir.

Með öllu þessu leggjum við okkar af mörkum til að tryggja trúverðuga varnargetu bandalagsins – og þar með Íslands – meðal annars gegn árásargjörnum harðstjóra, sem skirrist ekki við að ráðast yfir landamæri sjálfstæðra ríkja, að beita fjölþáttaárásum gegn hverjum sem er og að hóta veröldinni kjarnorkutortímingu í tíma og ótíma.

Ágætu fundarmenn,

Nú þegar það er 75 ára stendur Atlantshafsbandalagið frammi fyrir einni mestu áskorun sinni frá upphafi. Í tæplega hálfa öld voru markalínurnar skýrar og veröldinni skipt í tvennt.

Eftir að Austur-Evrópa fékk frelsi og Sovétríkin hrundu tók við tímabil spennulosunar, þegar lýðræði, markaðshagkerfi og, já, friðsamleg samskipti virtust ætla að verða normið, hið almenna og sjálfsagða, um allan heim.

Á Vesturlöndum tókum við þessari nýju stöðu fegins hendi. Það var hægt að byggja upp alþjóðlegt markaðshagkerfi þar sem vörur og þjónusta flæddu milli landa og heimsálfa, neytendum til hagsbóta. Framleiðendur gátu reitt sig á traustar aðfangakeðjur og neytendur valið það sem var ódýrast og best – hvort sem það var framleitt í Kína, Kanada, Kasakstan eða Kópavogi. Og stjórnvöld gátu varið fjármunum til annars en hervarna. 

Það er ekki þægileg tilhugsun að þessi staða heyri fortíðinni til. Heimsmynd sem mörg okkar ólust upp við er á hverfanda hveli. Við getum vonað að hún komi aftur en við getum ekki búist við því og enn síður gert ráð fyrir því. Við verðum að fást við heiminn eins og hann er.

Verkefni dagsins er að bregðast þannig við innrásarstríði Rússa í Úkraínu að einræðisöflin fari halloka og lýðræðisleg Úkraína fái að blómstra. Nú ríður á að við sem trúum á lýðræði, einstaklingsfrelsi og lög og rétt – eins og stendur í Atlantshafssáttmálanum – snúum bökum saman.

Það er verk að vinna. Við þurfum að styrkja eigin varnir og við þurfum að styðja varnarbaráttu Úkraínu með ráðum og dáð, því þau geta ekki haft hugrekkið eitt að vopni. Stríðið er háð í Úkraínu en baráttan snertir okkur öll og þau grunngildi sem við reiðum okkur á. Líkt og segir í þingsályktun sem Alþingi samþykkti 29. apríl, síðastliðinn:

„Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu standi stjórnvöld vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfið og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á.“

Semsagt – stuðningur okkar við Úkraínu byggist beinlínis á okkar eigin grundvallarhagsmunum.

Samkvæmt þessari þingsályktun mun stuðningur okkar á næstu árum taka mið af stuðningi annarra ríkja Norðurlandanna og kemur til viðbótar öðrum framlögum til utanríkis-, varnar- og þróunarmála.

Góðir gestir.

Á sama tíma ætlum við að styrkja varnir okkar sjálfra. Ég tel að smám saman sé að verða vakning í varnarmálum hérlendis. Það gerist þó hægar en í kringum okkur. Líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar gera sér grein fyrir, þá fer það saman að vera í varnarbandalagi og á sama tíma að styrkja eigin varnir. Þó við séum fámenn þá erum við ekki lítil. Þó við séum ekki með her, þá erum við með varnir. Þó að við reiðum okkur á aðstoð bandamanna okkar í Atlantshafsbandalaginu þá leggjum við líka okkar af mörkum.

Og höfum það líka í huga hvað hefur breyst á þeim 75 árum sem liðin eru frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalginu. Ísland er ekki lengur eitt af fátækari ríkjum Evrópu. Við erum eitt af þeim ríkustu. Innviðir okkar eru sterkir. Með þessari velgengni okkar fylgir auðvitað skylda um að við leggjum okkar af mörkum. Og við eigum að gera þá kröfu á okkur sjálf.

Við þurfum að bregðast við breyttum aðstæðum í öryggismálum. Við gerum það með því að þétta raðirnar með öðrum lýðræðisríkjum. Við gerum það með því að byggja upp eigin varnir á sama tíma og við tökum þátt í sameiginlegum vörnum bandamanna okkar. Við gerum það með því að leggja okkur fram, vanda okkur og mæta þeim ógnum sem við stöndum frammi fyrir.

Og við þurfum að fullorðnast. Þegar friði er ógnað í Evrópu þá kemur það okkur við og þegar kemur að því að leggja fram okkar þátt í stuðningi við það sem gera það sem þarf þá eigum við ekki að spyrja fyrst hvað henti okkur sjálfum best, heldur hvort við getum lagt fram eitthvað af því sem brýnust þörf er á.

Á minni vakt hefur Ísland því ekki skorast undan því að leggja fram fjármagn í sjóði sem er ætlað að hjálpa Úkraínumönnum að verjast innrásarher Rússa. Það þýðir að ásamt hefðbundnum mannúðartengdum stuðningi hefur Ísland verið viljugt til að leggja fjármagn í sjóði sem ætlaðir eru til innkaupa á hergögnum fyrir Úkraínu.

Við erum nefnilega ekki hlutlaus og við höfum skyldum að gegna gagnvart þeim ríkjum sem hafa lofað að vernda okkur með vopnum og mannafla ef nauðsyn krefur.

(Við vonum sjálf að bandamenn okkar myndu senda annað og meira en sáraumbúðir og teppi ef ráðist yrði á okkur).

Ágætu fundarmenn.

Í viðtali við Morgunblaðið á tuttugu ára afmæli Atlantshafsbandalagsins sagði Bjarni Benediktsson að hann teldi sig ekki hafa betra verk unnið en eiga þátt í aðild Íslands að bandalaginu. Tíminn hefur staðfest þetta mat Bjarna. Sá kjarkur og hugrekki, sem fyrirrennarar okkar sýndu, áorkaði því að við stöndum ekki ein heldur erum órjúfanlegur hluti af vörnum vestrænna lýðræðisríkja. Í því felst mikill styrkur. Í því felst fælingarmáttur. Í því felst meira öryggi.

Mín skilaboð inn í umræðurnar á eftir eru því þessi: Við stöndum frammi fyrir raunverulegri ógn. Með allsherjarinnrás sinni í Úkraínu sögðu Rússar ekki bara Úkraínumönnum stríð á hendur heldur gengu á skítugum skónum yfir grunnstoðir friðsamlegra alþjóðasamskipta þar með talið stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þjóð með sjálfsvirðingu situr ekki á hliðarlínunni og stingur ekki hausnum í sandinn í von um að athyglin beinist ekki að henni. Ég tel þvert á móti fullt tilefni til þess að við Íslendingar séum stolt af því að við tókum þátt í að stofna öflugasta friðarbandalag heims, bandalag þar sem aðildarríkin, hvert og eitt og sameiginlega, eru staðráðin í því að „varðveita frelsi þjóða sinna, sameiginlega arfleifð þeirra og menningu, er hvíla á meginreglum lýðræðis, einstaklingsfrelsi og lögum og rétti.“ – eins og segir í stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins.

Eins og fólk um heim allar þá viljum við frið, en við vitum líka að þetta eru gildi sem er þess virði að berjast fyrir. Og fólk í Úkraínu deyr á hverjum degi í þeirri baráttu.

Ég vil að lokum þakka Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Varðbergi, samtökum um vestræna samvinnu og alþjóðamál, fyrir að standa að þessum viðburði með utanríkisráðuneytinu.

Takk.

Dear guests,

 The North Atlantic Treaty Organization, NATO, is the most powerful defence alliance in history. For 75 years, it has protected the peace of the North Atlantic region, and to this day member countries have the most powerful security guarantee available in an increasingly insecure world.

Therefore, it was truly a blessing that Iceland should become one of the twelve founding countries of the Alliance, and to this day, when the Alliance has grown to 32 members, Iceland still benefits from that decision.

However, it is well known that not all Icelanders thought that Iceland should take part.

We were then – and still are – the smallest nation in the Alliance.

We were then – and still are – the only allied nation without our own armed forces.

And – we were then – and still are – a shining example that the Alliance is not only founded around the narrow defence interests of the allied nations.

Until the Second World War, Icelanders favoured neutrality. For a nation that only five years earlier had declared independence from Denmark, it was thus a major change of policy to become a member of a defence alliance.

Even Bjarni Benediktsson, the then-Foreign Minister, who signed the North Atlantic Treaty on Iceland’s behalf on the fourth of April 1949, said in his speech at the signing ceremony in Washington that Icelanders had had doubts about the membership. But then he recalled that during World War II, which was still fresh in people’s memory at the time, the British, and then the Americans, had defended Iceland. In his words:

“Our participation in this pact shows that for our sake, as well as for the sake of others, we want similar to have arrangements in case of a new war, which we hope and pray will never occur.”

I find his emphasis interesting, that our membership was not only about ensuring our own defences, which we would be unable to carry out by ourselves, but about contributing to the common defence of the global architecture that is the basis of our free society.

The Alliance is not just about counting tanks and frigates; and its object is not only to defend every inch of the Allied territory; NATO is also a political alliance of democracies.

And it is a coveted club that sets benchmarks for applicant countries and encourages partner countries to improve. In this way, the Alliance creates stability in the political field and has thus been a force for democracy and reform in Europe.

These great advantages are visible today, and NATO membership enjoys overwhelming support among the Icelandic public.

***

75 years ago, Europe was in ruins and the Soviet Union – Russia – was increasing its hold on the eastern part of the continent, including by annexing neighbouring countries that had previously been independent.

The future was uncertain then.

And what is the situation in the world today?

Russians are advancing and trying to annex Ukraine by armed force. They do not hesitate to destroy civilian infrastructure, bomb towns and cities, and kill innocent civilians. Russians threaten other countries that the Kremlin considers to be in its sphere of influence. They threaten neighbouring countries and constantly threaten to use nuclear weapons.

They use cyber-attacks and disinformation campaigns to cause confusion, disharmony and distrust within societies that are based on the democratic values that have brought humanity an era of unique peace and prosperity.

The future is still uncertain.

***

Dear guests.

Icelanders are not just spectators to Russia’s attempts to cause mayhem. A variety of threats can befall our society; both directly and indirectly. We know, for example, that the Russians have mapped submarine cables and other critical infrastructure.

Then there is the strategically important location of Iceland, which made Iceland a potential target for the Germans in World War II, and which is even more important now in the event of a serious escalation or conflict between the West and Russia.

This, of course, means that contrary to a common notion, that our NATO membership makes us a more likely potential target than otherwise, is to say the least a far cry from reality. I generally practice moderation in my speech; but this statement is in my opinion pure nonsense – Iceland without the deterrence of NATO membership, with the same geographical importance – would obviously be an enormously valuable spoils of war for the Russians in the event of a real conflict.

All this underlines the importance of NATO in uncertain times.

Although the Washington Treaty still stands, the cooperation between the member countries is alive and the Alliance has matured and developed during its lifetime. It does not only cover defence on land, air, and sea, but also in the space and cyber domains.

***

We Icelanders value peace greatly and want to ensure that relations between nations are characterized by respect, equality, and harmony. And – the word peace is not infrequently heard in the speeches of candidates in the Icelandic presidential elections these days. And indeed, the Icelandic nation, like all other nations, has an interest in peace prevailing all around us.

Unfortunately, the concept of peace is often set up ideologically as being the opposite of defence.

I have allowed myself to comment when I hear hinted or implied that Icelanders are more peace-loving than other nations. This is of course absurd.

There are both historical and other reasons why we are one of the few nations without an army, but it is not because we are more peace-loving than others.

The difference between us Icelanders and those who have had to defend themselves from other countries’ invasions or have been forced to take part in invasions of other countries, is simple. We have been lucky.

And one can indeed be grateful for luck, but one cannot allow oneself to brag about it.

***

My colleague from Lithuania, Gabrielius Landsbergis, will talk to us later today. Lithuanians are spending 2.7 percent of GDP on military defence this year. It is not because Lithuanians want war, but on the contrary to ensure peace. Stand up for freedom.

Lithuania, like the other Baltic states, has known both war, vulnerability, occupation, and terror. The Baltic States were keen to join NATO and they celebrate 20 years of membership in the Alliance this year. NATO membership is the basis of the sovereignty of Estonia, Latvia and Lithuania, and every single human being in these countries understands it.

This understanding also exists among our friends in the Nordic countries. Denmark plans to increase defence spending and military conscription will soon cover both men and women. Last month, the Norwegian government presented a 12-year plan to strengthen their armed forces. A similar story can be told about the newly allied countries Sweden and Finland, who are now not expecting to take care of their defence alone, but as part of an alliance of democratic countries.

We Icelanders are also strengthening our defences. Although we are without our own army, we are not without our own defence. And we look for every way to contribute where we can.

Our biggest single contribution to NATO is and always will be Iceland’s geographical position in the middle of the North Atlantic and the facilities we can provide.

We operate the Icelandic integrated air defence system, critical defence infrastructure and provide host country support at the Keflavík Air Base.

We monitor air traffic in a large area around the country and enable our allies to monitor traffic in the deep.

In Keflavík, activities have grown greatly in recent years, especially in connection with submarine detection by the United States and other allied countries. They will continue to grow, and with that we underline Iceland’s active, living, and mutual defence commitments and strong contribution. Thus, B-2 bombers have arrived here to carry out deterrence operations in the northern part of Europe and elsewhere. US nuclear-powered submarines can now change crews in Iceland and resupply to extend their endurance in the North Atlantic.

We send experts to the Alliance’s military commands, both at its headquarters in Europe and North America, and to NATO’s forces in the Baltic States to support the Alliance’s capabilities and ensure common defence interests.

Defence exercises are another important part of our defence cooperation and reaffirm our ability and willingness to respond to crises. Here at home, we need to ensure that we can support and work with incoming troops in times of tension and conflict. Next autumn, the US-Icelandic defence exercise, Northern Viking 2024, will take place, where we will better integrate Icelandic responders into joint response plans.

With all of this, we contribute to ensuring the Alliance’s credible defence capacity – and thus Iceland’s defence capacity – against, among other things, aggressive tyrants who are not afraid to invade the borders of independent states, to use hybrid attacks against anyone and to threaten the world with nuclear annihilation at any given time.

***

Dear guests.

Now 75 years old, NATO is facing one of its greatest challenges since its inception. For almost half a century, the boundaries were clear, and the world was divided in two.

After the liberation of Eastern Europe and the collapse of the Soviet Union, a period of de-escalation took place, when democracy, market economies and, yes, peaceful relations seemed destined to become the norm, the commonplace and the self-evident, around the world.

In the West, we welcomed this new situation. It was possible to build a global market economy where goods and services flowed between countries and continents, to the benefit of consumers. Manufacturers could depend on reliable supply chains, and consumers could choose what was cheapest and best – whether it was made in China, Canada, Kazakhstan or Kópavogur. And the government could spend money on things other than military defence.

It is not a comfortable thought that this situation is a thing of the past. The world view that many of us grew up with is on the wane. We can hope for its return, but we cannot expect it, much less assume it. We must deal with the world as it is.

Today’s task is to respond to Russia’s war of aggression in Ukraine in such a way that the dictatorial forces fall, and democratic Ukraine is allowed to flourish. Now it is up to us who believe in democracy, individual freedom, and the rule of law – as stated in the North Atlantic Treaty – to have each other’s back.

There is work to be done. We need to strengthen our own defences and we need to support Ukraine’s defence, because courage alone must not be their only armour. The war may be fought in Ukraine, but it affects us all and the basic values we depend on. As stated in a parliamentary resolution approved by Alþingi, the Icelandic parliament, on April 29, this year:

“By supporting the security and independence of Ukraine, the government stands guard over Iceland’s direct security interests, the international system and international law on which Iceland’s sovereignty is based.”

In other words, our support for Ukraine is based directly on our own fundamental interests.

According to this parliamentary resolution, our support in the coming years will align with the support of other Nordic countries and will come as an addition to existing financial commitments to foreign affairs, defence, and development.

***

Dear guests.

At the same time, we intend to strengthen our own defences. I believe that a gradual awakening is taking place in this country regarding defence issues. However, it happens more slowly than in the countries around us. As the other Nordic countries realize, being in a defence alliance and at the same time strengthening one’s own defences goes hand in hand. Although we are few, we are not small. Although we don’t have an army, we do have defences. While we rely on the assistance of our NATO allies, we also do our part.

And let’s also keep in mind what has changed in the 75 years since Iceland became a founding member of NATO. Iceland is no longer one of the poorest countries in Europe. We are one of the richest. Our infrastructure is strong. With this success of ours comes, of course, an obligation to do our part. And we should be willing to take on that obligation.

We need to respond to changing security conditions. We do that by closing ranks with other democracies. We do this by building up our own defences while contributing to the collective defence of our allies. We do it by working hard, do things well and face our threats head on.

And we need to grow up. When peace is threatened in Europe, it concerns us and when it comes to doing our part in supporting those who do what is needed, we should not ask first what’s in it for us, but whether we can contribute something of what is most urgently needed.

On my watch, Iceland has therefore not shied away from contributing to a fund that is intended to help Ukrainians defend themselves against the Russian invaders. This means that together with traditional humanitarian support, Iceland has been willing to invest in funds intended for the purchase of military equipment for Ukraine.

The fact is, we are not neutral, and we have obligations towards the countries that have promised to protect us with weapons and manpower if necessary.

We ourselves hope that our allies would send support in more forms than bandages and blankets if we were attacked.

***

Dear guests.

In an interview with Morgunblaðið on the twentieth anniversary of NATO, Bjarni Benediktsson said that he could not recall having done a better job than playing a part in Iceland’s membership of the Alliance. The passing of time has confirmed Bjarni’s assessment. The courage and bravery shown by our forerunners ensured that we do not stand alone but are an integral part of the defence of Western democracies. Therein lies great strength. It is a deterrent. That means more security.

My message to the following discussions, therefore, is this: We are facing a real threat. With its all-out invasion of Ukraine, Russia not only declared war on Ukraine, but trampled on the foundations of peaceful international relations, including the UN Charter.

A self-respecting nation does not sit on the sidelines and bury its head in the sand, hoping that attention will not be directed at it. On the contrary, I believe that we Icelanders have every reason to be proud of the fact that we took part in establishing the most powerful peace alliance in the world, an alliance where the member states, individually and collectively, are determined to “safeguard the freedom, common heritage and civilisation of their peoples, founded on the principles of democracy, individual liberty and the rule of law.”- as stated in the founding charter of NATO.

Like people all over the world, we want peace, but we also know that these are values worth fighting for. And people in Ukraine die every day in that fight.

I look forward to the discussion and thank Varðberg, the Organization for Western Cooperation and International Affairs, and the Institute of International Affairs for hosting this event together with the Ministry for Foreign Affairs.

Thank you.