Tag: iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

  • Trúin á framtíðina

    Í árslok er við hæfi að velta fyrir sér framtíðinni, nánar tiltekið: Hvaða augum lítum við framtíðina og skiptir það máli? Sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari segir í bók sinni „Sapiens“ að trúin á framtíðina sé mikilvægasti drifkraftur efnahagslífsins. Þetta kann að virðast langsótt en Harari færir fyrir þessu áhugaverð rök. Hann bendir á að öldum…

  • Að þekkja sjálfan sig

    Moskva, Volgograd og Rostov-on-Don. Á þessum þremur borgum verða augu allra Íslendinga eftir nokkra mánuði, þegar karlalandsliðið í fótbolta tekur þátt í HM í Rússlandi. Þátttakan á HM verður líklega mesta landkynning sem Ísland hefur fengið frá upphafi. Næstum helmingur mannkyns mun fylgjast með keppninni, en aðeins 32 lönd eiga þar lið. Íslandsstofa vinnur nú…

  • Metnaðarfullur sáttmáli um nýsköpun, sókn og framfarir

    Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar, sem kynntur var á fimmtudag, hefur mælst vel fyrir. Í honum eru sett fram sérstaklega metnaðarfull markmið í velferðar-, mannréttinda- og loftslagsmálum og einnig boðuð kröftug sókn í uppbyggingu innviða um allt land og stórefling heilbrigðis- og menntakerfa. Í sáttmálanum er að finna um það bil 100 aðgerðir og áherslur. Að sjálfsögðu…

  • Sigrar og ósigrar

    Það var við hæfi að á meðan nýafstaðin kosningabarátta stóð sem hæst skyldi lagið „B.O.B.A. vera vinsælasta lagið á Íslandi. Í aðdraganda kosninganna féll nefnilega hver b.o.b.an á fætur annarri. Augljóst var að kosningabaráttunni var ætla að snúast um b.o.b.ur, mögulega af því að málefnastaðan var ekki nægilega sterk. Rykið settist. Kjósendur sáu flestir að…

  • Höldum áfram að lækka skatta

    Á árunum 2009 til 2013 voru innleiddar á Íslandi eitt hundrað og níu skattahækkanir, samkvæmt úttekt Viðskiptaráðs. Á sama tímabili voru aðeins gerðar átján skattalækkanir. Þetta er nánast hrollvekjandi staðreynd. Strax á fyrsta heila ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn eftir kjörtímabil látlausra skattahækkana af hálfu vinstrimanna voru aftur á móti gerðar tuttugu breytingar á skattkerfinu til…

  • Fát á kostnað fólksins

    Stjórnmálamenn vinna fyrir og í umboði þjóðarinnar. Stjórnarslit og afleiðingar þeirra verður að skoða í því ljósi. Þótt stjórnarslit séu áfall fyrir okkur sem störfum á vettvangi stjórnmálanna er tjónið vegna þeirra borið af fólki og fyrirtækjum í landinu. Í reynd hefur óstöðugt stjórnarfar ríkt í landinu með hléum frá fjármálaáfallinu 2008. Óstöðugt stjórnarfar elur…

  • Eldi og vernd

    Stóru fréttirnar í nýlegu áhættumati Hafrannsóknastofnunar um laxeldi eru þær, að unnt er að auka eldi á Vestfjörðum án þess að stofna villtum laxastofnum í öðrum landshlutum í hættu. Áætluð innblöndun er nánar tiltekið vel undir öryggismörkum. Það hefur verið grunnforsenda í umræðu um laxeldi að spilla ekki villtum nytjastofnum, burtséð frá samanburði á verðmætum…

  • Hausatalningar og aðalatriði

    Höfundur vinsælustu YouTube-rásar veraldar, sem tímaritið Time útnefndi í fyrra einn af 100 áhrifamestu einstaklingum heims, birti fyrr í vikunni 18 mínútna langt myndband af nýlegri heimsókn sinni til Íslands. Daginn eftir höfðu yfir þrjár milljónir manna horft á myndbandið, þar sem farið er fögrum orðum um landið og það sem hér er í boði.…

  • Álagsstýring og almannaréttur

    Allir kannast við að talað sé í hálfkæringi um Ísland sem „skerið“. Jafnvel „klakann“. Með því er gefið í skyn, oftast meira í gamni en alvöru, að við höfum dregið stutta stráið í happdrætti heimshlutanna. Það er auðvitað öðru nær. Náttúruauðlindir Íslands eru ekkert minna en stórkostlegur lottóvinningur fyrir fámenna þjóð. Skynsamleg nýting þeirra hefur…

  • Næstu grænu skref

    Undur veraldar í klassískri fornöld voru mannvirki, öll sjö með tölu. Aðeins eitt þeirra, píramídi Keops í Giza, stendur enn. Ætli við Íslendingar skiljum eitthvað sambærilegt eftir okkur sem mun endast í þúsund ár og lengur? Já, ég tel að svo sé. Framlag okkar verður náttúran. Við munum leggja það af mörkum að standa vörð…