Tag: Morgunblaðið

  • Valið er skýrt

    Í kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningar sem farið hefur fram síðustu vikur hefur falist ágæt áminning um það grundvallarhlutverk sem stjórnmálamönnum er ætlað að sinna. Þingmenn og forysta Sjálfstæðisflokksins fóru hringferð um landið þar sem við hittum kjósendur og áttum hreinskiptin samtöl um landsins gagn og nauðsynjar, eins og það heitir. Þótt mörg stór mál hafi verið…

  • Nokkur orð um bankasölu

    Framkvæmdin á sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur vakið mikla reiði og heitar tilfinningar. Reiðin og vantraustið í garð ferlisins er raunverulegt vandamál, hversu sammála eða ósammála sem fólk kann að vera um forsendur þeirrar reiði. Við okkur sem höfum trú á markaðshagkerfinu blasir að tiltrú á það kerfi í heild sinni beðið…

  • Vinátta byggð á hugsjón

    Miðborg Vilníus, höfuðborgar Litháen, er sérlega skemmtilegur staður fyrir Íslendinga að heimsækja. Bærinn er bæði fallegur, líflegur og glaðlegur. Þá skemmir ekki að ein helsta gatan heitir Íslandsstræti og er nefnd til heiðurs fámennu þjóðinni sem fyrst allra steig fram fyrir skjöldu og viðurkenndi Litháen sem fullvalda og sjálfstætt ríki árið 1991 gegn kröftugum mótmælum…

  • Fæðuöryggi í matvælalandi

    Það er ekki ofsögum sagt að við lifum á óvenjulegum og óútreiknanlegum tímum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur minnt okkur rækilega á hve lánsöm við erum að búa í friðsælu landi. Slíkan frið má ekki taka sem sjálfsögðum hlut. Ekkert okkar er ósnortið af þeim hörmungum sem dunið hafa yfir íbúa Úkraínu síðustu vikur og…

  • Mikilvægi sterkrar utanríkisþjónustu

    S íðastliðinn mánudag var greint frá áformum mínum um að Ísland opni sendiráð í Póllandi. Ákvörðuninni hefur verið ákaflega vel tekið enda er djúpstæður skilningur á því hér á landi að vináttutengsl Íslands og Póllands eru mjög mikilvæg og dýrmæt. Ákvörðunin um stofnun sendiráðsins er einnig rökrétt í ljósi þess að Pólland starfrækir sendiráð hér…

  • Ísland stendur með Úkraínu

    Við Íslendingar höfum, eins og heimsbyggðin öll, fylgst með hetjulegri vörn úkraínsku þjóðarinnar gegn árás rússneska hersins síðustu daga. Ég trúi því að hugur okkar allra og bænir séu hjá henni þessa daga. Raunar sýnir ný skoðanakönnun Gallup að mikil samstaða ríkir þar sem 99% Íslendinga standa algjörlega með úkraínsku þjóðinni. Þetta er áhugaverð staða,…

  • „Annaðhvort njóta allir friðar – eða enginn“

    Fátt var annað til umræðu á nýafstöðnum varnarmálaráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins en sú alvarlega staða sem nú er uppi í öryggismálum Evrópu. Og skyldi engan undra. Liðsafnaður Rússa á landamærum Úkraínu er álitinn ein mesta öryggisógn sem upp hefur komið í okkar heimshluta í háa herrans tíð. Þessi uggvænlega staða er bæði drungalegur og dapurlegur endurómur frá…

  • Auðurinn sem friðsæld gefur

    Þegar fjallað er um hagsmuni Íslands í alþjóðamálum kemur vitaskuld margt til álita. Undanfarin ár og áratugi hafa utanríkismál að langmestu leyti snúist um viðskiptahagsmuni okkar. Mikil og lífleg umræða hefur átt sér stað innanlands um samskipti okkar við Evrópusambandið og einkum á forsendum sem snúa að efnahagslífinu. Við höfum líka lagt mikla áherslu á…

  • Forsenda siðmenningar eru friðsamleg viðskipti

    Áður en frumstæðir ættbálkar forfeðra okkar uppgötvuðu lífskjarabótina sem felst í friðsamlegri samvinnu og viðskiptum var lítið annað fyrir þá að gera en að leita leiða til þess að komast með yfirgangi og ofbeldi yfir sem mest af eigum hinna. Við slíkar aðstæður er orku mannanna sóað í að byggja upp árásarmátt og varnargetu í…

  • Tímabært að stíga skrefið til fulls

    Ríkisstjórnin fjallaði í vikunni um stöðu heimsfaraldursins á Íslandi. Þegar fram líða stundir er líklegt að viðbrögðin hér á landi muni teljast hafa verið býsna góð í alþjóðlegum samanburði. Hér tókst að halda smitum í skefjum meðan bólusetningarátakið stóð í upphafi árs og heildarfjöldi andláta vegna sjúkdómsins er minni hér en annars staðar í Evrópu.…