Tag: Morgunblaðið
-
Ert þetta örugglega þú?
Nýlega fóru fram kosningar í Slóvakíu og hörð kosningabarátta. Meðal þess sem fór á kreik á samfélagsmiðlum var hljóðupptaka af stjórnmálamanni sem heyrðist leggja á ráðin um kosningasvindl. Í aðdraganda landsfundar verkamannaflokksins í Bretlandi kom upp svipað tilvik þar sem hljóðupptaka af Keir Starmer flokksformanni komst í dreifingu. Á upptökunni heyrðist formaðurinn hella sér yfir…
-
Að láta muna um sig
Fyrir mína kynslóð og þær sem komist hafa til manns á síðustu áratugum á Íslandi er varla til nokkur óhagganlegri sannleikur en sá að við séum sjálfstætt og fullvalda ríki, að við ráðum okkar eigin málum og getum ræktað okkar eigin menningu og samfélag á þann hátt sem við teljum að gagnist best fyrir sem…
-
Friðurinn er ómetanlegur
Það er nokkurn veginn sama á hvaða mælikvarða er litið. Ísland er ætíð meðal þeirra ríkja sem kemur einna best út varðandi þá þætti sem litið er til þegar reynt er að gera mælingar á lífsgæðum. Í þessari viku kom til dæmis út samanburður á því hvaða ríki í heiminum væru friðsælust og öruggust. Þar…
-
Aukin neyð víða um heim
Þau forréttindi sem við Íslendingar búum við í samanburði við stærstan hluta mannkyns eru mikil, jafnvel þannig að okkur reynist oft erfitt að gera okkur almennilega grein fyrir þeim. Í lok júní kom út skýrsla Institute for Global Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims. Ísland trónir þar efst á lista fimmtánda árið í röð.…
-
Fengsæl sókn á óviss mið
Fréttir af sölu íslenska fyritækisins Kerecis inn í alþjóðlega samstæðu hafa vonandi þau áhrif að auka enn frekar skilning hér á landi á mikilvægi þess að á Íslandi sé framúrskarandi umhverfi fyrir nýsköpunardrifna frumkvöðlastarfsemi. Þessi ánægjulegi árangur undirstrikar rækilega þá staðreynd að hugvit og sköpunargáfa eru grundvöllur verðmætasköpunar og ef rétt er á málum haldið…
-
Varist í von um betri framtíð
Á þeim tíma sem liðin er frá því vinaþjóðir okkar í Eystrasaltinu fengu á ný staðfest sjálfstæði sitt í upphafi 10. áratugar síðustu aldar hefur orðið mögnuð og afgerandi umbylting á lífsgæðum þar. Nú er landsframleiðsla á mann þar hærri en í sumum löndum í Vestur Evrópu, löndum sem stóðu þeim langtum framar á þeim…
-
Hagsmunir í hugsjónum
Þegar kemur að mati á afstöðu til alþjóðamála er það vitaskuld frumskylda stjórnvalda að gæta ætíð hagsmuna sinnar þjóðar. Þess vegna er fyrsta spurningin sem utanríkisráðherra spyr sig að í öllum málum sem taka þarf afstöðu til: „Hvað er hið rétta fyrir Íslendinga og íslenskt atvinnulíf?“ Slíkt mat er þó sjaldnast einfalt. Taka þarf tillit…
-
Valið er skýrt
Í kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningar sem farið hefur fram síðustu vikur hefur falist ágæt áminning um það grundvallarhlutverk sem stjórnmálamönnum er ætlað að sinna. Þingmenn og forysta Sjálfstæðisflokksins fóru hringferð um landið þar sem við hittum kjósendur og áttum hreinskiptin samtöl um landsins gagn og nauðsynjar, eins og það heitir. Þótt mörg stór mál hafi verið…
-
Nokkur orð um bankasölu
Framkvæmdin á sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur vakið mikla reiði og heitar tilfinningar. Reiðin og vantraustið í garð ferlisins er raunverulegt vandamál, hversu sammála eða ósammála sem fólk kann að vera um forsendur þeirrar reiði. Við okkur sem höfum trú á markaðshagkerfinu blasir að tiltrú á það kerfi í heild sinni beðið…
-
Vinátta byggð á hugsjón
Miðborg Vilníus, höfuðborgar Litháen, er sérlega skemmtilegur staður fyrir Íslendinga að heimsækja. Bærinn er bæði fallegur, líflegur og glaðlegur. Þá skemmir ekki að ein helsta gatan heitir Íslandsstræti og er nefnd til heiðurs fámennu þjóðinni sem fyrst allra steig fram fyrir skjöldu og viðurkenndi Litháen sem fullvalda og sjálfstætt ríki árið 1991 gegn kröftugum mótmælum…