Tag: Morgunblaðið
-
Alvarleg staða
Hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum sem tóku gildi í vikunni voru vonbrigði fyrir alla. Fjölgun Covid-smita, bæði innanlands, á landamærunum og í löndunum í kringum okkur, þótti hins vegar gefa tilefni til að grípa hratt til afgerandi varna. Vandasamt og jafnvel ómögulegt er að kveða upp stóra dóma um réttar eða rangar ákvarðanir í þessu ferli…
-
Þetta veltur á okkur
Um miðjan mars, skömmu eftir að Covid-19 varð sá heimsfaraldur sem óttast hafði verið, birti Imperial College í London fræga skýrslu um möguleg viðbrögð við þessari miklu vá. Eitt línurit í skýrslunni vakti sérstaka athygli. Það sýndi sveigjanlega nálgun þar sem skipst yrði á að herða og slaka á reglum um samkomubann eftir því sem…
-
Staða Rio Tinto og ISAL
Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti Landsvirkjun ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við Landsvirkjun. Með því er gefið í skyn að álveri fyrirtækisins, ISAL,…
-
Engin „orkuskipti“ í gangverki tekjuöflunar
Allir sem fylgjast með gangi mála erlendis vita að við höfum fram til þessa farið í gegnum Covid-faraldurinn með minna raski á daglegu lífi en velflestar þjóðir í kringum okkur. Stærstan heiður af þeim árangri eiga landsmenn allir, fyrir að hafa tekið ráðgjöf sérfræðinga alvarlega, en stærstu þakkirnar fara til framlínufólks á öllum sviðum. Nú…
-
Opna samfélagið og óvinurinn
Það var með stolti sem ég kynnti í vikunni árangur Íslands í baráttunni gegn Covid-19 fyrir á annað hundrað hagaðilum í ferðaþjónustu víðsvegar um heiminn, á fundi Alþjóðaráðs ferðaþjónustunnar, WTTC. Það sem ég var stoltust af að geta sagt frá var sú staðreynd að á Íslandi hefði okkur tekist að kveða niður bylgjuna, a.m.k. að…
-
Ný sýn á þróun ferðaþjónustunnar
Þetta óvenjulega sumar gefur okkur tækifæri til að upplifa ferðalag um fallega landið okkar eins og við gerðum fyrir mörgum árum, þegar erlendir ferðamenn voru margfalt færri en undanfarin ár. Sú reynsla gæti opnað augu okkar fyrir ýmsum hliðum uppgangs ferðaþjónustunnar og gefið okkur nýja sýn á hann. Jákvæður vöxtur ferðaþjónustunnar Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur að…
-
„Skal sókn í huga hafin“
Í ræðu minni á Iðnþingi fyrir tveimur árum velti ég upp þeirri spurningu hvort við lifðum mögulega svipaða tíma og Stefan Zweig lýsir svo vel í bók sinni „Veröld sem var“, þar sem hann fjallar um Evrópu um aldamótin 1900 og bjartsýnina sem þá ríkti um frið og óstöðvandi framfarir. Gullöld öryggisins Þetta var „gullöld“…
-
Landið rís þrátt fyrir allt
Þetta er skrifað 1. maí. Það er nöturlegt að einmitt um þessi mánaðamót skuli þúsundir missa vinnuna og enn fleiri vera í óvissu um atvinnuöryggi sitt. Samhliða því að kveða niður heilbrigðisógnina af Covid-19 er ekkert mikilvægara fyrir okkur stjórnmálamenn en að huga að velferð þeirra sem verða fyrir barðinu á þessum atburðum og skapa…
-
Bjartsýni í ólgusjó
Við Íslendingar samfögnuðum í vikunni Vigdísi Finnbogadóttur á 90 ára afmæli hennar. Áhrif Vigdísar á samfélag okkar eru ómæld. Kjör hennar til forseta vakti heimsathygli. Blað var brotið. Við embættistökuna var hún „umkringd góðum mönnum í kjólfötum“ eins og hún sagði sjálf síðar. Einstæð móðir á forsetastóli með einstaka hæfileika til að blása samlöndum sínum…
-
Hugsum bæði til skemmri og lengri tíma
Áhrif covid-faraldursins leggjast nú á samfélag okkar með auknum þunga. Vonandi rætast þær spár sem benda til að hámarkinu verði náð um miðjan þennan mánuð. En jafnvel þótt þær geri það mun faraldurinn reyna mjög á þolgæði okkar frá degi til dags. Um leið þurfum við að hafa augun á framtíðinni, reyna að sjá fyrir…