Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Alþingismaður frá 2016, ráðherra 2017-2024, varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2018-2025.

,,Þess vegna getur verið yfirborðskennt að tala um frelsi frá þessu og hinu; raunverulegt frelsi er ætíð frelsið til þessa og hins; frelsi til að hugsa, tjá sig, fara þangað sem maður vill, elska þann sem maður kýs, gera það sem hugur manns stendur til, vera óútreiknanlegur og laus við samfélagslegar kröfur um hlýðni og undirgefni. Slíkt frelsi getur aðeins einstaklingurinn sjálfur fundið fyrir sjálfan sig ef hann hefur hugrekki til.
Stjórnvöld geta ekki gert fólk frjálst, einungis skapað fólki jarðveg til að geta öðlast frelsi og halda í skefjum þeim öflum sem vilja takmarka það, hvort sem það er í formi utanaðkomandi ógnar, freklegra stjórnvalda eða ægivalds ofstækis eða hagsmunafla. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hin raunverulega og helgasta skylda allra þeirra stjórnmálamanna sem raunverulega trúa á frelsi einstaklingsins.”
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur verið þingmaður frá árinu 2016. Hún var ráðherra í átta ár, frá 2017-2024 og varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2018-2025. Hún er fyrrverandi utanríkisráðherra, fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra og ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra. Hún er sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins í málefnum úkraínskra barna (frá febrúar 2025).
Thordis Gylfadottir has been a member of parliament since 2016. She was a minister for eight years from 2017 to 2024. She was the vice chair of the Independence party from 2018-2025.
Minister of Foreign Affairs 2024. Minister of Finance and Economic Affairs 2023–2024. Minister of Foreign Affairs 2021–2023. Minister of Tourism, Industry and Innovation 2017–2021. Minister of Justice 2019. Currently serving as the Special Envoy of Council of Europe Secretary General on the situation of children of Ukraine, since February 2025.
