Tag: Morgunblaðið

  • Frelsið er ekki verðlögð vara

    Við yfirborðslega athugun virðist sem úrlausnarefni stjórnmálanna séu svipuð hvar sem er í heiminum. Alls staðar er talað um hagvöxt, verbólgu, vexti og atvinnuleysi. Stjórnvöld setja markmið til þess að passa upp á samkeppnishæfni og laða til sín fjárfestingu. Þau segjast vilja efla menntakerfin, huga að lífsskilyrðum barna og aldraðra, halda glæpum í skefjum, gæta…

  • Friður er forsenda alls

    Jólin eru hátíð ljóssins enda marka þessir köldu og dimmu dagar á norðurhveli jarðar þau tímamót að sólin byrjar sína óhjákvæmilegu sigurgöngu, daginn fer að lengja og eftir að þreyjum þorra og góu má gera sér vonir um að það fari líka að hlýna. Það er auðvitað engin tilviljun að við skreytum hús okkar með ljósum…

  • Gömul og góð lausn

    Við gleymum stundum hversu undraskömmum tíma mannkynið hefur komist úr örbirgð til álna. Það sem tekur Breta í dag eina klukkustund að framleiða tók 28 stundir að framleiða árið 1800. Með öðrum orðum hefur framleiðni vinnuafls 28-faldast. Sum ríki hafa náð samskonar framförum enn skemmri tíma, eins og Suður-Kórea einungis frá árinu 1960. Hér á…

  • Nýtt upphaf – nýr veruleiki

    Að loknum kosningum hélt ég á fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins. Þar bar hæst viðbrögð bandalagsins við áframhaldandi árásarstríði Rússlands gegn Úkraínu og útvíkkun stríðsins með þátttöku norðurkóreskra hermanna, notkun íranskra vopna og að því er virðist vaxandi stuðningi Kína. Þá ræddum við aukinn stuðning bandalagsríkja við Úkraínu og vaxandi áskoranir í suðurjaðri bandalagsins og víðar. Mið-Austurlönd,…

  • Kosningar á örlagatímum

    Umræða um stjórnmál virðist byggjast á þeirri forsendu að það séu nánast engin vandamál sem stjórnmálamenn geti ekki leyst. Alls konar hlutir eru settir í samhengi við aðgerðir stjórnmálamanna sem við nánari skoðun eru ekki svo mikið á þeirra valdsviði. Þetta er ákveðin hugsanavilla sem gerir lýðræðið flókið. Áhrif stjórnmálamanna á hvað gerist til skamms…

  • Á traustum grunni 

    Sjálfstæðisflokkurinn hefur í 95 ár staðið á traustum grunni góðra gilda. Saga lýðveldisins er sterk, árangurinn er augljós. Framfarasaga íslensks samfélags og saga Sjálfstæðisflokksins er samofin. Eftir fimm vikur verður kosið og fjárfest í stjórnmálum og hugsjónum til næstu fjögurra ára.  Ég vona að baráttan framundan muni snúast um það sem mestu máli skiptir og…

  • Kemur þetta okkur við?

    Engum finnst gaman að láta sussa á sig. Að segja annarri manneskju að þegja þegar aðstöðumunur er augljós er högg og vekur hjá okkur flestum ólgandi þörf til að verja sjálfsvirðinguna og svara fyrir okkur. Í Afganistan eru stelpur teknar úr skólum þegar þær byrja kynþroska. Þar hafa reglurnar um það hvenær þær eru skikkaðar…

  • Skipt um gír

    Það sem hefur gengið vel undanfarin ár átti sinn þátt í því að sú ríkisstjórn sem nú situr endurnýjaði umboð sitt í kosningum fyrir þremur árum. Við höfum náð árangri víða og heilt yfir hefur gengið vel. Viðspyrna hagkerfisins hefur verið hraðari en nokkurn óraði fyrir og hagvöxtur var árið 2022 sá mesti í hálfa…

  • Í kraft smæðarinnar

    Það eru ætíð mikil og hátíðleg tímamót í Íslandsssögunni þegar farsæll forseti er kvaddur og nýr tekur við. Embætti þjóðhöfðingja á Íslandi er tákn um algjört fullveldi og sjálfstæði okkar fámennu þjóðar og hefur mikilvægt hlutverk í íslensku þjóðlífi. Þótt forseti taki almennt ekki þátt í flokkspólitískri umræðu eða stefnumótun þá gegnir forseti mikilvægu leiðtogahlutverki…

  • Augljósir almannahagsmunir

    Ábyrgð okkar sem erum lýðræðislega kjörin til þess að fara með löggjafarvald og fara með fjármuni ríkisins er óumdeild. Þingmenn hafa ólíkar skoðanir á hvernig lagasetningu er best háttað, ríkisstjórn skuli forgangsraða, umfang ríkisins, forgangsröðun fjárveitinga og svo framvegis. Um sumt erum við, eða ættum að vera, algjörlega sammála, eins og að standa vörð um…