Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra
,,Til þjónustu reiðubúin út frá frelsi, uppbyggingu, meiri árangri, staðfestu, yfirvegun og forgangsröðun. Við búum í framúrskarandi samfélagi á alla mælikvarða, sögulegur árangur samfélagsins og saga Sjálfstæðisflokksins er samofin. Upp og áfram.”
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er fyrrverandi fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra og ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra. Hún hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016 en var þar á undan aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún er gift Hjalta Sigvaldasyni Mogensen og eiga þau tvö börn. Hún er uppalin á Akranesi en býr nú í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni.