Tag: Morgunblaðið
-
Krefjandi tímar
Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík. Við upplifum það nú öll að vika er enn lengri tími í skæðum faraldri. Maður lætur segja sér það tvisvar að aðeins séu þrjár vikur frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á ensku er þessu víða fleygt þessa dagana: „What a year…
-
Traust viðbrögð við vágesti
Ekki er nema rúm vika frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist á Íslandi föstudaginn 28. febrúar. Viðbrögð almennings og yfirvalda hafa einkennst af yfirvegun og skynsemi. Engum blöðum er um það að fletta að við eigum mikið verk fyrir höndum til að lágmarka skaðann, sem er ekki allur kominn fram. Viðbrögð almannavarna og heilbrigðisyfirvalda Í…
-
Miklir hagsmunir undir
Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, lést í liðinni viku. Hann var orkumálastjóri í tæpan aldarfjórðung eða frá 1973 til 1996 og tók eftir það áfram virkan þátt í þjóðmálaumræðu um orkumálefni. Skýr og afgerandi sjónarmið hans um stóriðju voru áberandi í greinaskrifum hans. Ferill hans sem orkumálastjóri, verkfræðingur og prófessor var þó auðvitað miklu fjölbreyttari en…
-
Við upphaf hringferðar
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði sl. föstudag upp í aðra hringferð sína um landið á jafnmörgum árum. Að þessu sinni verður lögð meiri áhersla á það en í síðustu ferð að heimsækja fyrirtæki. Það er við hæfi nú þegar verðmætasköpun er að færast ofar á forgangslista Íslendinga eftir því sem um hægist í efnahagslífinu, þó að hún…
-
Gefandi tími
Þann 11. janúar síðastliðinn voru þrjú ár liðin frá því að mér hlotnuðust þau forréttindi að taka við embætti ráðherra. Tíminn er afstæður og það er einhvern veginn bæði langt og stutt síðan. Langt síðan af því að þessi tími er svo stútfullur af upplifun að hún ætti varla að geta komist fyrir á þremur…
-
Um íhald og gyllta hnetti
Breski grínarinn Ricky Gervais gerði allt vitlaust á Golden Globe-verðlaununum fyrir nokkrum dögum með því að gera kolsvart grín að frjálslynda og „góða fólkinu“ í Hollywood. Sakaði það blákalt um hræsni, í gríni og alvöru. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðunum. Gervais hefur útskýrt að hann hafi ekki verið að stimpla sig í lið…
-
Bókstaflega svartir dagar
Það hljómar eins og atriði í hamfaramynd frá Hollywood en í vikunni var það íslenskur raunveruleiki: Mágkona mín, sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga, þurfti í óveðrinu að finna til lyf handa sjúklingum í svartamyrkri með vasaljós á enninu. Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um hrikaleg áhrif óveðursins á það…
-
Kría – súrefni fyrir frumkvöðladrifna nýsköpun
Áræði, þor, hugrekki. Þetta voru forsendur þess að Ísland byggðist. Allt heimsins hugvit á sviði skipasmíði og siglingafræði hefði verið einskis virði ef enginn hefði þorað að leggja af stað. Svipað gildir um frumkvöðladrifna nýsköpun í dag. Hún kallar á mikið áræði og enn meira úthald, oft í andstreymi og mótvindi. Sem betur fer höfum…
-
Ekki hvernig þú eyðir peningunum…
Sú hugmynd að fyrirtæki beri samfélagslega ábyrgð hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum og áratugum. Hún hefur þó oft verið umdeild, kannski að hluta til vegna þess að ekki hefur verið alveg skýrt hvað er átt við. Mörgum hefur þótt það stríða gegn réttmætu hlutverki fyrirtækja að velta fyrir sér öðru en því…
-
Auðmýkt kynslóðanna
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom mörgum á óvart í vikunni þegar hann gagnrýndi dómhörku ungu kynslóðarinnar. Í því sambandi nefndi hann sérstaklega það sem kallast „woke“ á ensku, sem merkir að vera „vakandi“, stöðugt á varðbergi gagnvart óréttlæti í samfélaginu, einkum því sem beinist gegn minnihlutahópum. Fordæmingarkúltúrinn Slík árvekni hljómar auðvitað mjög vel en með…