Author: admin

  • Eitt stærsta hagsmunamál Íslands

    Loftslagsváin hefur sent heiminn á hraðferð inn í græna orkubyltingu og Ísland hefur einstakt tækifæri til að taka þar afgerandi forystu. Það er sjálfbært og loftslagsvænt efnahagstækifæri – risastórt tækifæri – sem við eigum að sækja stíft. Markmið Íslands Við höfum sett okkur mörg markmið í loftslagsmálum en það sem er kannski skýrast og hreinlegast…

  • Græn orkubylting í landi tækifæranna

    Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja…

  • Breytt staða – breytt nálgun

    Þegar þetta er skrifað eru rúmlega 2.500 einstaklingar í sóttkví hér á landi. Mun fleiri eru sennilega í óskráðri sóttkví samkvæmt fyrirmælum sem berast með óformlegri hætti eða af sjálfskipaðri varúð. Þetta felur í sér mikla röskun á daglegu lífi alls þessa fólks og allra sem á það treysta, bæði í einkalífi og vinnu. Við…

  • Líf með afbrigðum

    ,,Afbrigði“ er eitt af orðum sumarsins. Ný afbrigði af kórónuveirunni skjóta upp kollinum og vekja jafnan ugg um að þau séu ýmist meira smitandi eða hættulegri en fyrri útgáfur, nema hvort tveggja sé. Þetta þurfum við að taka alvarlega. Sérfræðingar telja alls óvíst að heimsbyggðin losni nokkurn tímann við veiruna, meðal annars vegna þess að…

  • Gerum þetta saman

    Ekki er hægt annað en að hefja pistil þennan sunnudaginn á því að óska okkur öllum til hamingju með að hafa nú endurheimt eðlilegt frelsi okkar til athafna, nú þegar felldar hafa verið úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. Orð sem við höfum notað svo óþægilega mikið síðastliðna…

  • Tækifærin eru okkar

    Starfi stjórnmálamannsins þurfa að fylgja tilfinningar um ábyrgð, auðmýkt, þakklæti, bjartsýni og óbilandi metnað fyrir hönd síns fólks og heildarhagsmuna Íslands. Allar þessar tilfinningar fylgja mér á hverjum degi í störfum mínum en sjaldan eins sterkt og núna, þegar ég óska eftir umboði Sjálfstæðisfólks í Norðvesturkjördæmi til að leiða sterkan hóp frambjóðenda flokksins okkar í…

  • Ábyrg sigling út úr kófinu

    Þegar Covid-aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar saman kemur í ljós að þær nema alls um 210 milljörðum króna, samanlagt fyrir árin 2020 og 2021. Kröftugur stuðningur hefur dregið úr efnahagshögginu af faraldrinum bæði á fólk og fyrirtæki og hjálpar okkur nú að ná betri viðspyrnu heldur en ella hefði orðið. Ánægja með efnahagsaðgerðir Í könnun Gallup…

  • Orka – lykillinn að árangri í loftslagsmálum

    Fyrir nokkrum dögum skoruðu náttúruverndarsamtök á stjórnvöld að standa sig betur í því að ná loftslagsmarkmiðum. Í yfirlýsingu þeirra var þó ekki vikið neitt að því sem skiptir einna mestu máli í því sambandi. Nýir orkugjafar kalla á orkuframleiðslu Til að ná raunverulegum árangri í að minnka losun og breyta hlutum þarf endurnýjanlega raforku og…

  • Ljósið við enda ganganna

    Straumhvörf hafa orðið á Íslandi í baráttunni gegn Covid. Þegar þetta er skrifað hafa um 38% þeirra sem til stendur að bólusetja fengið að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni, eða um 109 þúsund manns. Í fréttum og á samfélagsmiðlum deilir fólk með okkur almennt jákvæðri upplifun sinni og raunar hrifningu af framkvæmd bólusetninga, að…

  • Sóknarhugur

    Með auknum bólusetningum glittir í ljósið við enda kóvid-ganganna þó að enn séu blikur á lofti og fréttir um nýjar og óvæntar áskoranir veirunnar séu næstum hættar að koma á óvart. Eins og ég nefndi í síðustu grein minni á þessum vettvangi veltur velferð okkar á næstu misserum og árum á því að ekki sé…