Author: admin

  • Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana

    Frú forseti. Loksins hefjum við störf hér á Alþingi. Eftir brösulegan aðdraganda þingstarfa kom rok í Reykjavík, þingstörfum var frestað og um tvær og hálf vika er eftir af febrúar. Frú forseti. Það var áhugavert fyrir mig eftir sjö ára setu í ríkisstjórn að heyra um svokallað nýtt verklag í ríkisstjórn Íslands. Það er auðvitað…

  • Áttatíu stutt ár 

    Síðasta vor hittust leiðtogar flestra Evrópuríkja á ströndinni í Normandí. Það var til þess að minnast þess að áttatíu ár voru liðin frá því gagnsókn bandamanna inn í Evrópu hófst 6. júní 1944. Við Íslendingar héldum upp á það ellefu dögum síðar að þá voru einmitt liðin áttatíu ár frá því að við urðum lýðveldi…

  • Alvöru stjórnmál

    Það er mikil blessun að Ísland hefur í gegnum tíðina ekki verið eins ginnkeypt fyrir lýðskrumi og lýðhyggju og ýmis samfélög í Evrópu. Slíkar raddir heyrast vitaskuld stundum en þær hafa hingað til ekki hlotið raunverulegt brautargengi. Í þessu samhengi skiptir máli að Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestuflokkurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála, hefur staðist freistingar um að…

  • Ákvarðanir eru teknar af þeim sem mæta

    Það minnsta sem við getum gert til að undirstrika að við séum sjálfstæð og fullvalda þjóð er að sýna því hlutverki virðingu, í því felst að mæta á staðinn. Þar eigum við að standa við hlið vina, þjóð á meðal þjóða. Allir aðrir leiðtogar Norðurlandanna forgangsröðuðu minningarathöfn í Auschwitz um helförina. Með því er verið…

  • Frelsið er ekki verðlögð vara

    Við yfirborðslega athugun virðist sem úrlausnarefni stjórnmálanna séu svipuð hvar sem er í heiminum. Alls staðar er talað um hagvöxt, verbólgu, vexti og atvinnuleysi. Stjórnvöld setja markmið til þess að passa upp á samkeppnishæfni og laða til sín fjárfestingu. Þau segjast vilja efla menntakerfin, huga að lífsskilyrðum barna og aldraðra, halda glæpum í skefjum, gæta…

  • Takk fyrir stuðninginn

    Fyrir tæplega tuttugu árum þegar ég hóf þátttöku í Sjálfstæðisflokknum vissi ég lítið um flokkinn og þekkti nánast engan í honum. Þrátt fyrir að hafa ekki alist upp á pólitísku heimili ólst ég upp við sterk gildi sem hafa fylgt mér alla tíð, framan af fremur ómeðvitað. Saman myndar þetta sterkan kompás sem ég er…

  • Tímamót

    Tímamót munu eiga sér stað í sögu Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi þegar nýr formaður verður kjörinn í stað Bjarna Benediktssonar sem hefur gegnt embættinu lengur en nokkur annar í sögu flokksins að Ólafi Thors undanskildum. Forysta Bjarna og leiðtogahæfileikar hans hafa skipt máli á viðburðaríkum og krefjandi tímum. Sagan mun dæma stjórnmálaferil og stórar ákvarðanir…

  • Friður er forsenda alls

    Jólin eru hátíð ljóssins enda marka þessir köldu og dimmu dagar á norðurhveli jarðar þau tímamót að sólin byrjar sína óhjákvæmilegu sigurgöngu, daginn fer að lengja og eftir að þreyjum þorra og góu má gera sér vonir um að það fari líka að hlýna. Það er auðvitað engin tilviljun að við skreytum hús okkar með ljósum…

  • Gömul og góð lausn

    Við gleymum stundum hversu undraskömmum tíma mannkynið hefur komist úr örbirgð til álna. Það sem tekur Breta í dag eina klukkustund að framleiða tók 28 stundir að framleiða árið 1800. Með öðrum orðum hefur framleiðni vinnuafls 28-faldast. Sum ríki hafa náð samskonar framförum enn skemmri tíma, eins og Suður-Kórea einungis frá árinu 1960. Hér á…

  • Nýtt upphaf – nýr veruleiki

    Að loknum kosningum hélt ég á fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins. Þar bar hæst viðbrögð bandalagsins við áframhaldandi árásarstríði Rússlands gegn Úkraínu og útvíkkun stríðsins með þátttöku norðurkóreskra hermanna, notkun íranskra vopna og að því er virðist vaxandi stuðningi Kína. Þá ræddum við aukinn stuðning bandalagsríkja við Úkraínu og vaxandi áskoranir í suðurjaðri bandalagsins og víðar. Mið-Austurlönd,…