Author: admin

  • Kona sölsar undir sig land

    Fréttir síðustu daga benda til þess að ég hafi persónulega ákveðið að sölsa undir mig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og ef til vill flestar eyjar í kringum Ísland. Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa…

  • Samfélag hreyfanleika

    Stjórnmál snúast um það hvernig við viljum að samfélagið okkar sé skipulagt. Þar á meðal felst það í ákvörðunum stjórnmálanna að ákveða hvernig við reynum að tryggja að hagsmunir einstaklinganna fari sem best saman við hagsmuni samfélagsins í heild. Við viljum að þeir einstaklingar sem leggja mikið af mörkum fái að njóta þess en að…

  • Horfum í spegil

    Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi…

  • Samstaða og traust gegn verðbólgu

    Fyrir þremur árum síðan lauk sjö ára samfelldu tímabili þar sem verðbólga á Íslandi fór ekki yfir 4% á ári. Það er ágætt að rifja þessa staðreynd upp nú þegar íslenska hagkerfið hefur í þrjú ár glímt við mikla verðbólgu, sem enn á eftir að ráða niðurlögum á. Það tímabil verðbólgu sem hóf innreið sína…

  • Saman berum við ábyrgð

    Þegar þetta er ritað, á föstudagseftirmiðdegi, er komin næstum heil vika frá því íbúum Grindavíkur var tilkynnt að þeim væri skylt að yfirgefa heimili sín. Dagarnir sem liðnir eru frá því þetta gerðist hafa verið íbúum bæjarins þungbærir og bíður öll þjóðin í óvissu milli vonar og ótta um hver verði þróun atburðarásarinnar. Hugur minn…

  • Ert þetta örugglega þú?

    Nýlega fóru fram kosningar í Slóvakíu og hörð kosningabarátta. Meðal þess sem fór á kreik á samfélagsmiðlum var hljóðupptaka af stjórnmálamanni sem heyrðist leggja á ráðin um kosningasvindl. Í aðdraganda landsfundar verkamannaflokksins í Bretlandi kom upp svipað tilvik þar sem hljóðupptaka af Keir Starmer flokksformanni komst í dreifingu. Á upptökunni heyrðist formaðurinn hella sér yfir…

  • Að láta muna um sig

    Fyrir mína kynslóð og þær sem komist hafa til manns á síðustu áratugum á Íslandi er varla til nokkur óhagganlegri sannleikur en sá að við séum sjálfstætt og fullvalda ríki, að við ráðum okkar eigin málum og getum ræktað okkar eigin menningu og samfélag á þann hátt sem við teljum að gagnist best fyrir sem…

  • Friðurinn er ómetanlegur

    Það er nokkurn veginn sama á hvaða mælikvarða er litið. Ísland er ætíð meðal þeirra ríkja sem kemur einna best út varðandi þá þætti sem litið er til þegar reynt er að gera mælingar á lífsgæðum. Í þessari viku kom til dæmis út samanburður á því hvaða ríki í heiminum væru friðsælust og öruggust. Þar…

  • Frelsi einstaklingsins

    Einn sterkasti þráðurinn í þjóðarvitund okkar Íslendinga er að við viljum vera samfélag þar sem fólk hefur frelsi til að elska. Alþjóðlegur samanburður sýnir að óvíða er staða hinsegin fólks álitin betri en hér á landi. Þrátt fyrir þetta vitum við mætavel að því fer víðs fjarri að hinsegin fólk á Íslandi búi í fordómalausu…

  • Aukin neyð víða um heim

    Þau forréttindi sem við Íslendingar búum við í samanburði við stærstan hluta mannkyns eru mikil, jafnvel þannig að okkur reynist oft erfitt að gera okkur almennilega grein fyrir þeim. Í lok júní kom út skýrsla Institute for Global Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims. Ísland trónir þar efst á lista fimmtánda árið í röð.…