Author: admin

  • Ert þetta örugglega þú?

    Nýlega fóru fram kosningar í Slóvakíu og hörð kosningabarátta. Meðal þess sem fór á kreik á samfélagsmiðlum var hljóðupptaka af stjórnmálamanni sem heyrðist leggja á ráðin um kosningasvindl. Í aðdraganda landsfundar verkamannaflokksins í Bretlandi kom upp svipað tilvik þar sem hljóðupptaka af Keir Starmer flokksformanni komst í dreifingu. Á upptökunni heyrðist formaðurinn hella sér yfir…

  • Að láta muna um sig

    Fyrir mína kynslóð og þær sem komist hafa til manns á síðustu áratugum á Íslandi er varla til nokkur óhagganlegri sannleikur en sá að við séum sjálfstætt og fullvalda ríki, að við ráðum okkar eigin málum og getum ræktað okkar eigin menningu og samfélag á þann hátt sem við teljum að gagnist best fyrir sem…

  • Friðurinn er ómetanlegur

    Það er nokkurn veginn sama á hvaða mælikvarða er litið. Ísland er ætíð meðal þeirra ríkja sem kemur einna best út varðandi þá þætti sem litið er til þegar reynt er að gera mælingar á lífsgæðum. Í þessari viku kom til dæmis út samanburður á því hvaða ríki í heiminum væru friðsælust og öruggust. Þar…

  • Frelsi einstaklingsins

    Einn sterkasti þráðurinn í þjóðarvitund okkar Íslendinga er að við viljum vera samfélag þar sem fólk hefur frelsi til að elska. Alþjóðlegur samanburður sýnir að óvíða er staða hinsegin fólks álitin betri en hér á landi. Þrátt fyrir þetta vitum við mætavel að því fer víðs fjarri að hinsegin fólk á Íslandi búi í fordómalausu…

  • Aukin neyð víða um heim

    Þau forréttindi sem við Íslendingar búum við í samanburði við stærstan hluta mannkyns eru mikil, jafnvel þannig að okkur reynist oft erfitt að gera okkur almennilega grein fyrir þeim. Í lok júní kom út skýrsla Institute for Global Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims. Ísland trónir þar efst á lista fimmtánda árið í röð.…

  • Fengsæl sókn á óviss mið

    Fréttir af sölu íslenska fyritækisins Kerecis inn í alþjóðlega samstæðu hafa vonandi þau áhrif að auka enn frekar skilning hér á landi á mikilvægi þess að á Íslandi sé  framúrskarandi umhverfi fyrir nýsköpunardrifna frumkvöðlastarfsemi. Þessi ánægjulegi árangur undirstrikar rækilega þá staðreynd að hugvit og sköpunargáfa eru grundvöllur verðmætasköpunar og ef rétt er á málum haldið…

  • Varist í von um betri framtíð

    Á þeim tíma sem liðin er frá því vinaþjóðir okkar í Eystrasaltinu fengu á ný staðfest sjálfstæði sitt í upphafi 10. áratugar síðustu aldar hefur orðið mögnuð og afgerandi umbylting á lífsgæðum þar. Nú er landsframleiðsla á mann þar hærri en í sumum löndum í Vestur Evrópu, löndum sem stóðu þeim langtum framar á þeim…

  • Hagsmunir í hugsjónum

    Þegar kemur að mati á afstöðu til alþjóðamála er það vitaskuld frumskylda stjórnvalda að gæta ætíð hagsmuna sinnar þjóðar. Þess vegna er fyrsta spurningin sem utanríkisráðherra spyr sig að í öllum málum sem taka þarf afstöðu til: „Hvað er hið rétta fyrir Íslendinga og íslenskt atvinnulíf?“ Slíkt mat er þó sjaldnast einfalt. Taka þarf tillit…

  • Útey og Úkraína

    Í vikunni tók ég þátt í utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Osló. Í tengslum við fundinn var haldin einkar áhrifamikil athöfn við minnisvarða um þau 77 sem féllu fyrir hendi hryðjuverkamanns í árásum í Osló og Útey þann 22. júlí árið 2011. Öll þau sem komin voru til vits og ára muna þessi skelfilegu…

  • Bætum líf kvenna og stúlkna í Sí­erra Leóne

    Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur…