Author: admin

  • Einungis íslensk lög gilda á Íslandi

    Í síðustu viku lagði ég fram á Alþingi frumvarp sem vakið hefur töluvert umtal. Frumvarpið snýst um hina þrjátíu ára gömlu bókun 35 og er ætlað að tryggja að dómstólar geti leyst úr tiltölulega sjaldgæfu viðfangsefni í samræmi við skýran vilja Alþingis um að tryggja Íslendingum þau réttindi sem felast í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.…

  • Samstaða í breyttum heimi

    Atburðir síðustu ára hafa eðlilega vakið okkur til umhugsunar um stöðu alþjóðamála. Tveggja ára tímabili sem einkenndist af innilokun og einangrun vegna farsóttar lauk á sama tíma og innrás Rússlands í Úkraínu vakti nýjar áhyggjur af öryggi og friðsæld í okkar heimshluta. Fyrir fólk af minni kynslóð má segja að sá veruleiki sem nú blasir…

  • Öryggi er forsenda friðar

    Á föstudaginn var eitt ár liðið frá því Rússland hóf allsherjar innrás í Úkraínu. Innrásin átti sér enga réttlætingu. Hún er hryllilegt brot á alþjóðalögum. Tugum þúsunda Úkraínumanna hefur verið misþyrmt og verið flutt nauðungarflutningum frá heimilum sínum. Milljónir hafa lagt á flótta. Hryllingssögur um brottnám barna frá heimilum sínum eru meðal skelfilegustu fregna sem…

  • Stærsta tækifæri Íslands

    Í nýlegri samantekt um fjárfestingu í nýsköpun á Íslandi á vegum Northstack kemur fram að aldrei fyrr hafa jafnmiklir fjármunir verið settir í hugvitsdrifna nýsköpun á Íslandi og árið 2022. Það sætir ekki síður tíðindum að samkvæmt annarri samantekt sem greint var frá í október sl. þá var fjárfesting í nýsköpun meiri á Íslandi á…

  • Frelsið er erfitt en yndislegt

    Við lifum á tímum þegar umræða um umræðuna virðist stundum vera meira áberandi en umræðan sjálf. Mörgum finnst erfitt að fóta sig á því hála svelli sem opinber umræða er nú þegar margt sem áður þótti sjálfsagt að segja þykir ekki lengur boðlegt. Sumir kalla þetta pólitískan rétttrúnað og finnst að of langt sé gengið…

  • Almennar stjórnmálaumræður – eldhúsdagsumræður

    Virðulegi forseti. Góðir landsmenn. Einhvers staðar heyrði ég sagt um daginn að það væri óvænt og ekki gleðilegt að upplifa tíma þar sem orð á borð við heimsfaraldur, hungursneyð og heimsstyrjöld væru farin að skjóta upp kollinum í fréttum með reglulegu millibili. Engu að síður er þetta reyndin. Eftir rúmlega tvö ár þar sem heimsfaraldur…

  • Valið er skýrt

    Í kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningar sem farið hefur fram síðustu vikur hefur falist ágæt áminning um það grundvallarhlutverk sem stjórnmálamönnum er ætlað að sinna. Þingmenn og forysta Sjálfstæðisflokksins fóru hringferð um landið þar sem við hittum kjósendur og áttum hreinskiptin samtöl um landsins gagn og nauðsynjar, eins og það heitir. Þótt mörg stór mál hafi verið…

  • Nokkur orð um bankasölu

    Framkvæmdin á sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur vakið mikla reiði og heitar tilfinningar. Reiðin og vantraustið í garð ferlisins er raunverulegt vandamál, hversu sammála eða ósammála sem fólk kann að vera um forsendur þeirrar reiði. Við okkur sem höfum trú á markaðshagkerfinu blasir að tiltrú á það kerfi í heild sinni beðið…

  • Vinátta byggð á hugsjón

    Miðborg Vilníus, höfuðborgar Litháen, er sérlega skemmtilegur staður fyrir Íslendinga að heimsækja. Bærinn er bæði fallegur, líflegur og glaðlegur. Þá skemmir ekki að ein helsta gatan heitir Íslandsstræti og er nefnd til heiðurs fámennu þjóðinni sem fyrst allra steig fram fyrir skjöldu og viðurkenndi Litháen sem fullvalda og sjálfstætt ríki árið 1991 gegn kröftugum mótmælum…

  • Fæðuöryggi í matvælalandi

    Það er ekki ofsögum sagt að við lifum á óvenjulegum og óútreiknanlegum tímum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur minnt okkur rækilega á hve lánsöm við erum að búa í friðsælu landi. Slíkan frið má ekki taka sem sjálfsögðum hlut. Ekkert okkar er ósnortið af þeim hörmungum sem dunið hafa yfir íbúa Úkraínu síðustu vikur og…