Tag: Varaformaður Sjálfstæðisflokksins

  • Aukin neyð víða um heim

    Þau forréttindi sem við Íslendingar búum við í samanburði við stærstan hluta mannkyns eru mikil, jafnvel þannig að okkur reynist oft erfitt að gera okkur almennilega grein fyrir þeim. Í lok júní kom út skýrsla Institute for Global Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims. Ísland trónir þar efst á lista fimmtánda árið í röð.…

  • Fengsæl sókn á óviss mið

    Fréttir af sölu íslenska fyritækisins Kerecis inn í alþjóðlega samstæðu hafa vonandi þau áhrif að auka enn frekar skilning hér á landi á mikilvægi þess að á Íslandi sé  framúrskarandi umhverfi fyrir nýsköpunardrifna frumkvöðlastarfsemi. Þessi ánægjulegi árangur undirstrikar rækilega þá staðreynd að hugvit og sköpunargáfa eru grundvöllur verðmætasköpunar og ef rétt er á málum haldið…

  • Varist í von um betri framtíð

    Á þeim tíma sem liðin er frá því vinaþjóðir okkar í Eystrasaltinu fengu á ný staðfest sjálfstæði sitt í upphafi 10. áratugar síðustu aldar hefur orðið mögnuð og afgerandi umbylting á lífsgæðum þar. Nú er landsframleiðsla á mann þar hærri en í sumum löndum í Vestur Evrópu, löndum sem stóðu þeim langtum framar á þeim…

  • Hagsmunir í hugsjónum

    Þegar kemur að mati á afstöðu til alþjóðamála er það vitaskuld frumskylda stjórnvalda að gæta ætíð hagsmuna sinnar þjóðar. Þess vegna er fyrsta spurningin sem utanríkisráðherra spyr sig að í öllum málum sem taka þarf afstöðu til: „Hvað er hið rétta fyrir Íslendinga og íslenskt atvinnulíf?“ Slíkt mat er þó sjaldnast einfalt. Taka þarf tillit…

  • Valið er skýrt

    Í kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningar sem farið hefur fram síðustu vikur hefur falist ágæt áminning um það grundvallarhlutverk sem stjórnmálamönnum er ætlað að sinna. Þingmenn og forysta Sjálfstæðisflokksins fóru hringferð um landið þar sem við hittum kjósendur og áttum hreinskiptin samtöl um landsins gagn og nauðsynjar, eins og það heitir. Þótt mörg stór mál hafi verið…

  • Tímabært að stíga skrefið til fulls

    Ríkisstjórnin fjallaði í vikunni um stöðu heimsfaraldursins á Íslandi. Þegar fram líða stundir er líklegt að viðbrögðin hér á landi muni teljast hafa verið býsna góð í alþjóðlegum samanburði. Hér tókst að halda smitum í skefjum meðan bólusetningarátakið stóð í upphafi árs og heildarfjöldi andláta vegna sjúkdómsins er minni hér en annars staðar í Evrópu.…

  • Við upphaf hringferðar

    Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði sl. föstudag upp í aðra hringferð sína um landið á jafnmörgum árum. Að þessu sinni verður lögð meiri áhersla á það en í síðustu ferð að heimsækja fyrirtæki. Það er við hæfi nú þegar verðmætasköpun er að færast ofar á forgangslista Íslendinga eftir því sem um hægist í efnahagslífinu, þó að hún…

  • Hring­ferð fyrir kröftugt at­vinnu­líf

    Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór…

  • Tíðindamikil vika

    Þrennt þykir mér standa upp úr þegar ég lít til baka yfir síðustu sjö daga. Í fyrsta lagi mjög vel heppnaður flokksráðsfundur okkar Sjálfstæðismanna um liðna helgi. Í öðru lagi skýrsla OECD um Ísland. Og í þriðja lagi hið merkilega nýmæli að taka upp velsældarmælikvarða sem víðara sjónarhorn á þá viðleitni okkar að hámarka hamingju…

  • Kjölfestan og drifkraftur framfara

    Sjálfstæðisflokkurinn hefur í níutíu ár verið bæði kjölfestan í íslenskum stjórnmálum og drifkraftur framfara. Full innistæða er fyrir því þegar sagt er að enginn stjórnmálaflokkur hafi gert meira til að skapa okkar góða samfélag hér á Íslandi. Það er staðreynd sem allir flokksmenn mega með réttu vera stoltir af. Hlutverk kjölfestunnar er að standast ágjöf…